Gunnar Bragi Sveinsson

Gunnar Bragi Sveinsson (f. á Sauðárkróki 9. júní 1968) er þingmaður Miðflokksins. Hann er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi og þingflokksformaður. Hann va rutanríkisráðherra í ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar. Hann er oddviti Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi. Hann var kjörinn á Alþingi í alþingiskosningum 2009 fyrir Framsóknarflokkinn og þingmaður fyrir flokkinn í Norðvesturkjördæmi til 2017, og var oddviti kjördæmisins frá 2013-2016. Gunnar Bragi var kjörinn á þing fyrir Miðflokkinn í alþingiskosningunum 2017, sem 6. þingmaður Suðvesturkjördæmis, eftir að hann ákvað að yfirgefa Framsóknarflokkinn.

Gunnar Bragi Sveinsson (GBS)
Gunnar Bragi Sveinsson

Fæðingardagur: 9. júní 1968 (1968-06-09) (52 ára)
Fæðingarstaður: Sauðárkrókur
6. þingmaður Suðvesturkjördæmi
Flokkur: Miðflokkurinn
Nefndir: Iðnaðarnefnd 2009-2011

Utanríkismálanefnd 2011-2013 Þingskapanefnd 2011-2013 Umhverfis- og samgöngunefnd 2017-

Þingsetutímabil
2009-2013 í Norðvesturkjördæmi fyrir Framsóknarflokkurinn
2013-2016 í Norðvesturkjördæmi fyrir Framsóknarflokkurinn
2016-2017 í Norðvesturkjördæmi fyrir Framsóknarflokkur
2017- í Suðvesturkjördæmi fyrir Miðflokkur
= stjórnarsinni
Embætti
2009-2013 Þingflokksformaður Framsóknarflokksins
2013-2016 Utanríkisráðherra
2016-2017 Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
2017. Formaður Íslandsdeildar þings Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu 2017.
2017- Þingflokksformaður Miðflokksins
Tenglar
Æviágrip á vef AlþingisVefsíða

Gunnar Bragi lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra árið 1989 og stundaði nám í atvinnulífsfélagsfræði við Háskóla Íslands. Hann var var aðstoðarmaður félagsmálaráðherra 1997-1999, markaðsráðgjafi hjá Íslensku Auglýsingastofunni 1999, sat í sveitarstjórn Skagafjarðar 2002-2010. Hann ritstýrði héraðsfréttablaðinu Einherja 1991-1992, var aðstoðarmaður félagsmálaráðherra 1997-1999.

Gunnar Bragi var þingflokksformaður Framsóknarflokksins 2009-2013 og gegndi embætti utanríkisráðherra í ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokksins frá 23. maí 2013 til 7. apríl 2016. Sem utanríkisráðherra afhenti Gunnar Bragi Evrópusambandinu árið 2015 tilkynningu um að aðildarviðræðum Íslands við ESB skyldi hætt.[1] Ríkisstjórnin var stokkuð upp eftir afsögn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra í kjölfar birtingar Panamaskjalanna árið 2016. Var Gunnar Bragi þá skipaður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og gengdi því embætti til 11. janúar 2017.

Sem utanríkisráðherra lagði Gunnar Bragi áherslu á jafnrétti kynjanna og tilkynnti á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 2014 væntanlegt sameiginlegt verkefni Íslands og Suriname, samtal karla um jafnrétti[2] sem síðar fékk nafnið Rakarstofuráðstefnan. Ráðstefnan var sögð meðal annars innblásin af orðum Emmu Watson á allsherjarþingi SÞ.[3]

Eftir klofning Framsóknarflokksins með úrsögn Sigmundar Davíðs úr honum gekk Gunnar Bragi í Miðflokkinn og náði kjöri á alþingi fyrir hann árið 2017. Gunnar Bragi var þingflokksformaður Miðflokksins frá 2017 til loka ársins 2018. Í nóvember árið 2018 tilkynnti Gunnar Bragi að hann myndi taka sér tímabundið leyfi frá þingstörfum eftir að hljóðupptökur voru birtar þar sem hann heyrist uppnefna og fara ýmsum illum orðum um ýmsar íslenskar stjórnmálakonur.[4]

Í upptökunum heyrist Gunnar einnig viðurkenna að hann hafi sem utanríkisráðherra skipað Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í embætti sendiherra Íslands í Bandaríkjunum til þess að „eiga inni greiða“ hjá Sjálfstæðisflokknum.[5] Jafnframt hafi hann skipað Árna Þór Sigurðsson, frænda sinn, sendiherra til Finnlands til þess að beina athygli almennings (og sér í lagi flokksfélaga Árna í Vinstri grænum) frá útnefningu Geirs.[5] Í upptökunni heyrist Sigmundur Davíð staðfesta frásögn Gunnars af útnefningunum.[5] Eftir að upptökurnar voru gerðar opinberar dró Gunnar Bragi frásögnina til baka og sagðist hafa verið að „bulla og ljúga“ með henni.[6]

Forsætisnefnd Alþingis úrskurðaði 1. ágúst 2019 að Gunnar, ásamt Bergþóri Ólasyni, hefði með framferði sínu á Klaustri brotið gegn siðareglum fyrir alþingismenn.[7]

TilvísanirBreyta

  1. „Bréf Gunnars Braga um að afturköllun ESB-umsóknar birt í heild sinni“. Kjarninn. 13. mars 2015. Sótt 1. desember 2018.
  2. „Boðar jafnréttisþing bara fyrir karla“. RÚV (enska). 29. september 2014. Sótt 25. júní 2020.
  3. Sanghani, Radhika 15. desember 2014, „How Emma Watson inspired Iceland's foreign minister to get men discussing feminism". . (en-GB) ISSN 0307-1235 Skoðað 25. júní 2020.
  4. „Gunnar Bragi og Bergþór Ólason stíga til hliðar“. Vísir. 30. nóvember 2018. Sótt 1. desember 2018.
  5. 5,0 5,1 5,2 Kristinn H. Guðnason og Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson (29. nóvember 2018). „Gunnar Bragi skipaði Árna Þór sendiherra til að draga athygli frá Geir Haarde – „Ég var brjálaður við þig Gunni““. DV. Sótt 30. nóvember 2018.
  6. „Gunnar Bragi segist hafa verið að ljúga en Sigmundur staðfesti frásögn hans“. Stundin. 29. nóvember 2018. Sótt 1. desember 2018.
  7. „Afgreiðsla forsætisnefndar á Klaustursmálinu“. Alþingi. 1. ágúst 2019. Sótt 4. ágúst 2019.

TenglarBreyta


Fyrirrennari:
Sigurður Ingi Jóhannsson
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
(7. apríl 201611. janúar 2017)
Eftirmaður:
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Fyrirrennari:
Össur Skarphéðinsson
Utanríkisráðherra
(23. maí 20137. apríl 2016)
Eftirmaður:
Lilja Dögg Alfreðsdóttir


   Þetta æviágrip sem tengist stjórnmálum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.