Gunnar Bragi Sveinsson
Gunnar Bragi Sveinsson (f. á Sauðárkróki 9. júní 1968) er fyrrum Íslenskur stjórnmálamaður. Gunnar Bragi sat á Alþingi fyrir Framsóknarflokkinn frá 2009 til 2017 og fyrir Miðflokkinn frá 2017 til 2021. Hann var utanríkisráðherra Íslands frá 2013 til 2016 og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra frá 2016 til 2017.
Gunnar Bragi Sveinsson | |||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Íslands | |||||||||||||
Í embætti 7. apríl 2016 – 11. janúar 2017 | |||||||||||||
Forsætisráðherra | Sigurður Ingi Jóhannsson | ||||||||||||
Forveri | Sigurður Ingi Jóhannsson | ||||||||||||
Eftirmaður | Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir | ||||||||||||
Utanríkisráðherra Íslands | |||||||||||||
Í embætti 23. maí 2013 – 7. apríl 2016 | |||||||||||||
Forsætisráðherra | Sigmundur Davíð Gunnlaugsson | ||||||||||||
Forveri | Össur Skarphéðinsson | ||||||||||||
Eftirmaður | Lilja Alfreðsdóttir | ||||||||||||
Alþingismaður | |||||||||||||
| |||||||||||||
Persónulegar upplýsingar | |||||||||||||
Fæddur | 9. júní 1968 Sauðárkrókur | ||||||||||||
Stjórnmálaflokkur | Miðflokkurinn | ||||||||||||
Æviágrip á vef Alþingis |
Gunnar Bragi varð mjög umdeildur eftir hlut sinn í Klaustursmálinu árið 2018.
Æviágrip
breytaGunnar Bragi lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra árið 1989 og stundaði nám í atvinnulífsfélagsfræði við Háskóla Íslands. Hann var aðstoðarmaður félagsmálaráðherra 1997-1999, markaðsráðgjafi hjá Íslensku Auglýsingastofunni 1999, sat í sveitarstjórn Skagafjarðar 2002-2010. Hann ritstýrði héraðsfréttablaðinu Einherja 1991-1992, var aðstoðarmaður félagsmálaráðherra 1997-1999.
Gunnar Bragi bauð sig fram til ritara Framsóknarflokksins á flokksþingi árið 2009 en dró framboð sitt tilbaka þegar ljóst var að bæði formaður og varaformaður væru karlmenn. Vildi hann ekki koma í veg fyrir að kona kæmist í stjórn flokksins.[1] Gunnar Bragi var þingflokksformaður Framsóknarflokksins 2009-2013 og gegndi embætti utanríkisráðherra í ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokksins frá 23. maí 2013 til 7. apríl 2016. Sem utanríkisráðherra afhenti Gunnar Bragi Evrópusambandinu árið 2015 tilkynningu um að aðildarviðræðum Íslands við ESB skyldi hætt.[2] Ríkisstjórnin var stokkuð upp eftir afsögn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra í kjölfar birtingar Panamaskjalanna árið 2016. Var Gunnar Bragi þá skipaður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og gengdi því embætti til 11. janúar 2017.
Sem utanríkisráðherra lagði Gunnar Bragi áherslu á jafnrétti kynjanna og tilkynnti á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 2014 væntanlegt sameiginlegt verkefni Íslands og Suriname, samtal karla um jafnrétti[3] sem síðar fékk nafnið Rakarstofuráðstefnan. Ráðstefnan var sögð meðal annars innblásin af orðum Vigdísar Finnbogadóttur nokkrum árum áður [4] og Emmu Watson á allsherjarþingi SÞ.[5]
Eftir klofning Framsóknarflokksins með úrsögn Sigmundar Davíðs úr honum gekk Gunnar Bragi í Miðflokkinn og náði kjöri á alþingi fyrir hann árið 2017. Gunnar Bragi var varaformaður Miðflokksins frá 2018 - 2020 og er þingflokksformaður Miðflokksins. Í nóvember árið 2018 tilkynnti Gunnar Bragi að hann myndi taka sér tímabundið leyfi frá þingstörfum eftir að klaustursupptökurnar birtust opinberlega.[6]
Í upptökunum heyrist Gunnar segja frá því að þingkonan Albertína Friðbjörg Elíasdóttir hafi leitað á hann kynferðislega[7] og viðurkenna að hann hafi sem utanríkisráðherra skipað Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í embætti sendiherra Íslands í Bandaríkjunum til þess að „eiga inni greiða“ hjá Sjálfstæðisflokknum.[8] Jafnframt hafi hann skipað Árna Þór Sigurðsson, frænda sinn, sendiherra til Finnlands til þess að beina athygli almennings (og sér í lagi flokksfélaga Árna í Vinstri grænum) frá útnefningu Geirs.[8] Í upptökunni heyrist Sigmundur Davíð staðfesta frásögn Gunnars af útnefningunum.[8] Eftir að upptökurnar voru gerðar opinberar dró Gunnar Bragi frásögnina til baka og sagðist hafa verið að „bulla og ljúga“ með henni.[9] Persónuvernd komst að því í maí 2019 að upptökurnar af samræðunum brytu persónuverndarlög og það ætti að eyða þeim.[10]
Forsætisnefnd Alþingis úrskurðaði 1. ágúst 2019 að Gunnar, ásamt Bergþóri Ólasyni, hefði með framferði sínu á Klaustri brotið gegn siðareglum fyrir alþingismenn.[11]
Gunnar Bragi greindi frá því í maí 2021 að hann myndi ekki gefa kost á sér næstkomandi alþingiskosningum 2021.[12]
Tilvísanir
breyta- ↑ „Dróg sig til baka úr ritaraslagnum“. www.mbl.is. Sótt 26. janúar 2021.
- ↑ „Bréf Gunnars Braga um að afturköllun ESB-umsóknar birt í heild sinni“. Kjarninn. 13. mars 2015. Sótt 1. desember 2018.
- ↑ „Boðar jafnréttisþing bara fyrir karla“. RÚV (enska). 29. september 2014. Sótt 25. júní 2020.
- ↑ „From Iceland — Foreign Minister Defends Barbershop UN Conference“. The Reykjavik Grapevine (bandarísk enska). 15. desember 2014. Sótt 26. janúar 2021.
- ↑ Sanghani, Radhika (15. desember 2014). „How Emma Watson inspired Iceland's foreign minister to get men discussing feminism“ (bresk enska). ISSN 0307-1235. Sótt 25. júní 2020.
- ↑ „Gunnar Bragi og Bergþór Ólason stíga til hliðar“. Vísir. 30. nóvember 2018. Sótt 1. desember 2018.
- ↑ „Albertína Friðbjörg segist kjaftstopp yfir lygasögum þingmanna um hana“. Kjarninn. 29. nóvember 2018. Sótt 26. janúar 2021.
- ↑ 8,0 8,1 8,2 Kristinn H. Guðnason og Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson (29. nóvember 2018). „Gunnar Bragi skipaði Árna Þór sendiherra til að draga athygli frá Geir Haarde – „Ég var brjálaður við þig Gunni"“. DV. Sótt 30. nóvember 2018.
- ↑ „Gunnar Bragi segist hafa verið að ljúga en Sigmundur staðfesti frásögn hans“. Stundin. 29. nóvember 2018. Sótt 1. desember 2018.
- ↑ „Báru gert að eyða upptöku“. www.mbl.is. Sótt 26. janúar 2021.
- ↑ „Afgreiðsla forsætisnefndar á Klaustursmálinu“. Alþingi. 1. ágúst 2019. Sótt 4. ágúst 2019.
- ↑ „Gunnar Bragi hættir á þingi í haust“. www.mbl.is. Sótt 24. maí 2021.
Tenglar
breyta- Æviágrip Alþingis
- Heimasíða Gunnars Braga Geymt 15 október 2017 í Wayback Machine
- Einherji, 1. tölublað (01.04.1992)
- Tími og orðalag enn óákveðið[óvirkur tengill], viðtal við Gunnar á bls 10
Fyrirrennari: Sigurður Ingi Jóhannsson |
|
Eftirmaður: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir | |||
Fyrirrennari: Össur Skarphéðinsson |
|
Eftirmaður: Lilja Dögg Alfreðsdóttir |