Þórarinn Kr. Eldjárn

Þórarinn Kristjánsson Eldjárn (f. 26. maí 1886, d. 4. ágúst 1968) bóndi og hreppstjóri á Tjörn í Svarfaðardal. Hann var sonur séra Kristjáns Eldjárns Þórarinssonar prests á Tjörn og Petrínu Soffíu Hjörleifsdóttur. Þórarinn ólst upp á Tjörn en varð gagnfræðingur frá Akureyri 1905 og nam síðan við lýðháskólann á Voss í Noregi veturinn 1907-1908. Hann sótti kennananámskeið við Kennaraskóla Íslands 1909. Var síðan kennari og skólastjóri í Svarfaðardal 1909-1955. Hann tók við búi af föður sínum á Tjörn 1913 og bjó þar til 1959, síðustu árin í sambýli við Hjört son sinn, sem síðan tók við allri jörðinni.

Þórarinn Kr. Eldjárn
Sigrún Sigurhjartardóttir

Kona Þórarins var Sigrún Sigurhjartardóttir (f. 2. ágúst 1888, d. 5. febrúar 1959). Hún var dóttir Sigurhjartar Jóhannessonar bónda á Urðum í Svarfaðardal og fyrri konu hans Soffíu Jónsdóttur en hún var ættuð frá Litlulaugum í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu.

Þórarinn og Sigrún áttu fjögur börn sem upp komust:

Þórarinn sinnti félagsmálum allmikið.

Í fulltrúaráði Samvinnutrygginga og Andvöku 1947-1960

HeimildirBreyta

  • Gestur Vilhjálmsson (maí 1965). Þórarinn Kr. Eldjárn, hreppstjóri. Heima er bezt, Akureyri.
  • Stefán Aðalsteinsson (1978). Svarfdælingar. Iðunn, Reykjavík.