Victoriano Santos Iriarte (f. 2. nóvember 1902 - d. 10. nóvember 1968) var knattspyrnumaður frá Úrúgvæ. Hann var í fyrsta sigurliði Úrúgvæ á HM 1930.

Ævi og ferill

breyta
 
Santos Iriarte í landsliðsbúningnum á HM 1930.

Santos Iriarte fæddist í borginni Canelones í Úrúgvæ og hóf að leika í meistaraflokki með Racing Montevideo rétt um tvítugt. Hann lék 423 leiki fyrir liðið á árabilinu 1923 til 1932. Þá gekk hann til liðs við Peñarol þar sem hann lék um þriggja ára skeið og varð landsmeistari undir merkjum félagsins árið 1932.

Kunnastur er hann þó sem meðlimur í heimsmeistaraliði Úrúgvæ árið 1930. Iriarte lék alla fjóra leiki liðsins í keppninni og skoraði þar tvö mörk, annað í undanúrslitaleiknum gegn Júgóslavíu og það seinna í úrslitunum á móti Argentínu þar sem hann kom heimamönnum í 3:2 forystu. Iriarte lék einungis einn landsleik fyrir utan HM-leikina.

Hann lést árið 1968, 66 ára að aldri.

Heimildir

breyta