Mattel

bandarískur leikfangaframleiðandi

Mattel er einn stærsti leikfangaframleiðandi heims. Það framleiðir meðal annars leikföng undir vörumerkjunum Barbie, Fisher Price, Hot Wheels og Matchbox. Fyrirtækið var stofnað í Bandaríkjunum árið 1945 af Harold Matson og Elliot Handler og er nafn þess dregið af fyrstu stöfunum í nöfnum þeirra. Þekktasta leikfang fyrirtækisins er barbídúkkan sem Ruth Handler, eiginkona Elliots, þróaði árið 1959. Síðustu verksmiðju Mattel í Bandaríkjunum var lokað 2002 og eftir það hefur öll framleiðsla þess farið fram í Asíu.

Tenglar

breyta
   Þessi fyrirtækjagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.