Brian Cox (eðlisfræðingur)
Breskur öreindafræðingur
Brian Cox (fæddur 3. mars 1968) er breskur öreindafræðingur, meðlimur í Royal Society og prófessor við háskólann í Manchester. Hann vinnur að ATLAS-tilrauninni við Stóra sterkeindahraðlinn í CERN í Genf. Hann er þekktastur sem kynnir margra sjónvarpsþátta fyrir BBC þar sem hann er oftast kallaður „Brian Cox prófessor“. Hann var líka frægur í smátíma á tíunda áratugnum sem hljómborðsspilari í hljómsveitinni D:Ream.