Magnús Árni Magnússon

Magnús Árni Skjöld Magnússon (f. 14. mars 1968) er íslenskur stjórnmálafræðingur og dósent við Háskólann á Bifröst. Magnús var rektor Háskólans á Bifröst frá júní 2010 til janúar 2011. Árin 1998 og 1999 sat Magnús á þingi fyrir Alþýðuflokkinn sem 15. þingmaður Reykvíkinga. Hann sat sem slíkur í fyrsta þingflokki Samfylkingarinnar. Magnús var formaður aðalstjórnar Breiðabliks 2001-2004 og sat í stjórn Þróunarsamvinnustofnunar Íslands 1993-1997. Hann var formaður Sambands ungra jafnaðarmanna (SUJ) árið 1994 og var varaformaður stjórnar Sjúkratrygginga Íslands 2008-2010.

Magnús tók þátt í stofnun samtakanna Women Power Africa árið 2015 og hefur tekið þátt í störfum þeirra í Tanzaníu. Hann var pólitískur ráðgjafi á skrifstofu borgaralegs sendifulltrúa NATO í Kabul í Afganistan árið 2018.

Magnús er stúdent frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og var formaður nemendafélags skólans 1988-1989. Hann útskrifaðist með BA gráðu í heimspeki frá Háskóla Íslands árið 1997, MA gráðu í hagfræði frá University of San Francisco árið 1998, M.Phil. gráðu í Evrópufræðum frá Cambridge-háskóla 2001 og doktorsgráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands 2011.

Heimildir breyta

Æviágrip Magnúsar á Vef Aþingis sótt 8. nóvember 2010. Vefsíða Magnúsar sótt 13. nóv. 2018.

   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.