Magnús Árni Magnússon

Magnús Árni Skjöld Magnússon (f. 14. mars 1968) er íslenskur stjórnmálafræðingur og dósent við Háskólann á Bifröst. Magnús var rektor Háskólans á Bifröst frá júní 2010 til janúar 2011. Árin 1998 og 1999 sat Magnús á þingi fyrir Alþýðuflokkinn sem 15. þingmaður Reykvíkinga. Hann sat sem slíkur í fyrsta þingflokki Samfylkingarinnar. Magnús var formaður aðalstjórnar Breiðabliks 2001-2004 og sat í stjórn Þróunarsamvinnustofnunar Íslands 1993-1997. Hann var formaður Sambands ungra jafnaðarmanna (SUJ) árið 1994 og var varaformaður stjórnar Sjúkratrygginga Íslands 2008-2010.

Ljósmynd 2018: James Einar Becker
Magnús Árni Skjöld Magnússon

Magnús tók þátt í stofnun samtakanna Women Power Africa árið 2015 og hefur tekið þátt í störfum þeirra í Tanzaníu. Hann var pólitískur ráðgjafi á skrifstofu borgaralegs sendifulltrúa NATO í Kabul í Afganistan árið 2018.

Magnús er stúdent frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og var formaður nemendafélags skólans 1988-1989. Hann útskrifaðist með BA gráðu í heimspeki frá Háskóla Íslands árið 1997, MA gráðu í hagfræði frá University of San Francisco árið 1998, M.Phil. gráðu í Evrópufræðum frá Cambridge-háskóla 2001 og doktorsgráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands 2011. Árið 2022 lauk hann meistaragráðu í tónsmíðum frá Listaháskóla Íslands.

Magnús hefur verið varaþingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður frá 2021 og hefur tekið sæti á Alþingi árin 2023 og 2024.[1]

Bækur eftir Magnús Skjöld:

Borgríkið: Reykjavík sem framtíð þjóðar. (2020), útgefandi: Háskóinn á Bifröst.

How I Became the Yoga Teacher in Kabul. (2023), útgefandi: Mjaldur útgáfa.

City State: Reykjavík in Context. (2024), útgefandi: Mjaldur útgáfa.

Svo langt frá heimsins vígaslóð: Lýðveldið Ísland í samhengi. (2024). útgefandi: Háskólinn á Bifröst.

Heimildir

breyta

Æviágrip Magnúsar á Vef Aþingis sótt 8. nóvember 2010. Vefsíða Magnúsar sótt 13. nóv. 2018.

   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  1. „Magnús Árni Skjöld Magnússon“. Alþingi. Sótt 25. ágúst 2024.