1897
ár
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1897 (MDCCCXCVII í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- 11. janúar - Leikfélag Reykjavíkur stofnað.
- 13. mars - Einar Benediktsson skrifaði grein í blaðið Dagskrá og lagði þar til að fáni Íslands yrði „hvítur kross í bláum feldi“.
- 4. apríl - Prentarafélag Íslands stofnað.
- 2. maí - Franska spítalaskipið St. Paul strandaði við Klöpp í Reykjavík en náðist út.
- 7. maí - Sigfús Eymundsson sýndi talvél (grafófón), sem hann hafði keypt af Guðbrandi Finnbogasyni konsúl fyrir 300 krónur, á stúdentafundi. „Hafði hún þar upp drykkjulög, sem einhverjir dónar hbfðu sungið inn í hana í Nýju-Jórvík.“ Næstu daga gátu menn svo fengið að hlusta á talvélina fyrir 25 aura.
- 1. júlí - 26. ágúst - Alþingi fundaði í Reykjavík. Valtýr Guðmundsson bar fram frumvarp um stjórnarskrárbreytingu, hina svokölluðu Valtýsku, en það var fellt í neðri deild.
- Sumarið - William Gershom Collingwood ferðaðist um Ísland.
- 18. nóvember - Blaðamannafélag Íslands stofnað.
- 22. desember - Klukkan í turni Dómkirkjunnar í Reykjavík sett upp. Hún var gjöf Thomsens kaupmanns.
Fædd
- 1. janúar - Hulda Á. Stefánsdóttir, húsmæðraskólastjóri (d. 1989).
- 4. janúar - Árni Pálsson, verkfræðingur (d. 1970).
- 25. febrúar - Pétur Hoffmann Salómonsson, sjómaður og skransali (d. 1980).
- 6. maí - Karl Einarsson Dunganon, listmálari, skáld og heimshornaflakkari (d. 1972).
- 9. júní - Stefán Einarsson, málfræðingur (d. 1972).
- 9. júlí - Kristján Albertsson, rithöfundur og fræðimaður (d. 1989).
- 3. ágúst - Jóhannes Gunnarsson, rómversk-kaþólskur prestur og síðar biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi (d. 1972).
Dáin
Erlendis
breyta- 4. mars - William McKinley tók við af Grover Cleveland sem forseti Bandaríkjanna.
- 13. maí - Guglielmo Marconi sendi fyrsta loftskeytið sem sent var yfir opið haf, frá Lavernock Point í Wales yfir Bristol-sund til Flat Holm Island, 6 kílómetra leið. Skeytið var þrjú orð: „Are you ready“.
- 19. maí - Rithöfundurinn Oscar Wilde var látinn laus úr fangelsi.
- 26. maí - Skáldsagan Drakúla eftir írska rithöfundinn Bram Stoker kom fyrst út.
- 1. júní - Bandarískir námuverkamenn gerðu verkfall sem leiddi til þess að samtök þeirra voru viðurkennd og átta stunda vinnudagur komst á í námavinnu.
- 12. júní - Fyrsta fingrafaramiðstöð heims hóf störf í Kolkata á Indlandi.
- 22. júní - Viktoría Bretadrottning fagnaði sextíu árum á valdastóli.
- 11. júlí - Svíinn S.A. Andrée lagði af stað ásamt tveimur öðrum mönnum í leiðangur í loftbelg sem átti að fljúga yfir Norðurheimskautið.
- 17. júlí - Gullæðið í Klondike hófst.
- 21. ágúst - Þýski efnafræðingurinn Felix Hoffmann bjó til heróín í fyrsta sinn. Fyrr í sama mánuði hafði honum tekist að búa til aspirín í stöðugu formi og fékk einkaleyfi á því en umdeilt er þó hvort hann var fyrstur til þess.
- 5. október - S.A. Andrée og menn hans komu til Hvíteyjar, einnar Svalbarðaeyjanna, eftir að hafa rekið þangað á ísjaka. Þeir létust allir innan fárra daga og fundust lík þeirra ekki fyrr en 1930.
- 9. desember - Marguerite Durand gaf út fyrsta tölublað franska kvenréttindablaðsins La Fronde.
Fædd
- 23. janúar - Sir William Stephenson, íslensk-kanadískur athafnamaður, hugvitsmaður og njósnari, talinn ein helsta fyrirmyndin að James Bond (d. 1989).
- 28. mars - Sepp Herberger, þýskur knattspyrnuþjálfari (d. 1977).
- 17. apríl - Thornton Wilder, bandarískt leikskáld (d. 1975).
- 10. maí - Einar Gerhardsen, norskur stjórnmálamaður og forsætisráðherra (d. 1987).
- 18. maí - Frank Capra, bandarískur leikstjóri og kvikmyndaframleiðandi (d. 1991).
- 12. júní - Anthony Eden, breskur stjórnmálamaður og forsætisráðherra (d. 1977).
- 13. júní - Paavo Nurmi, finnskur langhlaupari (d. 1973).
- 25. júlí - Amelia Earhart, bandarískur flugkappi (tilkynnt látin 1939).
- 11. ágúst - Enid Blyton, breskur barnabókahöfundur (d. 1968).
- 20. ágúst - Tarjei Vesaas, norskur rithöfundur (d. 1970).
- 6. september - Tom Florie, bandarískur knattspyrnumaður (d. 1966).
- 12. september - Irene Joliot-Curie, franskur eðlisfræðingur og Nóbelsverðlaunahafi (d. 1956).
- 26. september - Páll VI páfi (d. 1978).
- 25. september - William Faulkner, bandarískur rithöfundur og nóbelsverðlaunahafi (d. 1962).
- 29. október - Joseph Goebbels, þýskur stjórnmálamaður (d. 1945).
- 4. nóvember - Cornelis B. van Niel, hollenskur örverufræðingur (d. 1985).
- 24. nóvember - Lucky Luciano, ítalsk-bandarískur mafíuforingi (d. 1962).
- 30. nóvember - José Pérez, úrúgvæskur knattspyrnumaður (d. 1920).
Dáin
- 19. febrúar - Karl Weierstrass, þýskur stærðfræðingur (f. 1815).
- 3. apríl - Johannes Brahms, þýskt tónskáld (f. 1833).
- Október - Salomon August Andrée, sænskur vísindamaður og ævintýramaður (f. 1854).