Ingimar Oddsson (f. 8. október 1968) er íslenskur tónlistarmaður, rithöfundur, leikari, myndlistarmaður og meðferðar- og uppeldisfulltrúi.

Ferill

breyta

Ingimar ólst upp í sex systkina hópi. Sem barn bjó hann í Reykjavík en árið 1977 flutti hann til Bíldudals við Arnarfjörð og síðan til Skagastrandar tæpu ári síðar. Sextán ára flutti hann til Akureyrar og hóf nám við M.A. Tvítugur flutti hann svo aftur til Reykjavíkur. Hann gekk í Alþýðubandalagið sextán ára og var þar virkur ungliði um skeið.

Ingimar er menntaður í margmiðlun og samskiptum (Multimedia and intercultural communication) frá Tækniháskólanum í Árósum og lagði einnig stund á söngnám við Söngskólann í Reykjavík. Hann hefur unnið margskonar störf um ævina en lengst af hefur hann starfað við sértæka þjónustu við fatlaða og sem persónulegur ráðgjafi barna og unglinga á vegum félagsþjónustu á höfuðborgarsvæðinu auk þess að sinna alls kyns verkefnum fyrir skóla og einstaklinga tengdum velferð barna og unglinga.

Listir og menning

breyta

Ingimar hefur sungið í söngleikjum, meðal annars með Íslensku óperunni. Hann samdi leikverkið Lindindin rokkópera og setti það upp í Íslensku óperunni árið 1995. Árin 1995-1998 var hann formaður leikfélagsins Theater. Ingimar hefur sungið með hljómsveitunum Reykjavíkur quintet, Lærisveinar Fagins og Jó-jó frá Skagaströnd, sem sigraði í Músiktilraunum árið 1988. Árið 2009 gaf Ingimar út diskinn Out of the mist sem inniheldur frumsamda raftónlist og einnig hafa komið út átta lög á safnplötum sem hann hefur samið eða sungið. Hann hefur líka unnið að tónlist fyrir tölvuleiki.

Ingimar hefur sett upp tvær myndlistarsýningar og gefið út þrjár bækur: Sautján salernissögur og ljóð (1996), Leiðtoginn (2003, ljóðabók) og Salernissögur fyrir lengra komna (2007).

Tenglar

breyta