Kosta Ríka

Kosta Ríka er land í Mið-Ameríku með landamæriNíkaragva í norðri og Panama í suðri, og ströndKyrrahafi í vestri og Karíbahafi í austri. Kosta Ríka er eitt fárra landa í heiminum með engan her og það fyrsta sem lagði niður her sinn með stjórnarskrárbreytingu 1949. Landið er stundum kallað Sviss Mið-Ameríku.

República de Costa Rica
Fáni Kosta Ríka Skjaldarmerki Kosta Ríka
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
¡Pura vida!
(spænska: Þetta er lífið!)
Þjóðsöngur:
Noble patria, tu hermosa bandera
Staðsetning Kosta Ríka
Höfuðborg San José
Opinbert tungumál spænska (opinbert), (enska við ströndina)
Stjórnarfar Lýðveldi

forseti Carlos Alvarado Quesada
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
125. sæti
51.100 km²
0,7
Mannfjöldi
 - Samtals (2011)
 - Þéttleiki byggðar
122. sæti
4.301.712
84/km²
VLF (KMJ) áætl. 2005
 - Samtals 41.967 millj. dala (78. sæti)
 - Á mann 9.887 dalir (65. sæti)
VÞL Increase2.svg 0.846 (48. sæti)
Gjaldmiðill colón (CRC)
Tímabelti UTC-6
Þjóðarlén .cr
Landsnúmer 506

SagaBreyta

Fyrir komu Kólumbusar tilheyrðu indíánar þessa svæðis miðsvæðinu milli Andesfjallamenningarinnar og Miðameríkumenningarinnar. Íbúar töluðu tsibtsönsk mál. Fyrsti Evrópubúinn sem kom til landsins var Kristófer Kólumbus árið 1502. Við komu Evrópubúa stráféllu íbúarnir vegna bólusóttar og annarra sjúkdóma og evrópskir landnemar lögðu landið undir sig. Á nýlendutímanum var Gvatemalaborg stærsta borg Mið-Ameríku og vegna fjarlægðar frá þeim miðpunkti var Kosta Ríka afskipt af nýlendustjórninni og jafnframt fátækasta nýlenda Spánar á svæðinu. Að hluta til stafaði þessi fátækt af skorti á innlendu vinnuafli sem hægt var að nota sem þræla. Vegna þessa var líka meira jafnræði meðal íbúa Kosta Ríka en í öðrum Mið-Ameríkulöndum.

 
Costa Rica Colibrì

1821 tók Kosta Ríka þátt í sjálfstæðisyfirlýsingu nokkurra Mið-Ameríkulanda, varð hluti af Mexíkó undir stjórn Agustín de Iturbide og síðar Sambandslýðveldi Mið-Ameríku. 1824 var höfuðborgin flutt frá Cartago til San José. 1838 lýsti landið yfir sjálfstæði.

1948 komst José Figueres Ferrer til valda eftir blóðuga borgarastyrjöld, en eftir það hefur landið notið meiri friðar og stöðugleika en nágrannalöndin.

   Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.