Kristin Chenoweth
Kristin Chenoweth (fædd Kristin Dawn Chenoweth 24. júlí 1968) er bandarísk leikkona og söngkona sem er þekktust fyrir hlutverk sín í söngleikjunum You're a Good Man, Charlie Brown og Wicked. Þekktustu hlutverk hennar í sjónvarpi eru The West Wing og Pushing Daisies.
Kristin Chenoweth | |
---|---|
Upplýsingar | |
Fædd | Kristi Dawn Chenoweth 24. júlí 1968 |
Ár virk | 1991 - |
Helstu hlutverk | |
Annabeth Schott í The West Wing Olive Snook í Pushing Daisies Sally Brown í You´er a Good Man, Charlie Brown Glinda í Wicked |
Einkalíf
breytaChenoweth fæddist í Broken Arrow, Oklahoma og var ættleidd aðeins fimm daga gömul.[1][2][3] Chenoweth byrjaði ung að koma fram sem söngvari í kirkjum þar sem hún söng gospellög.[4]
Útskrifaðist hún með BFA gráðu í söngleik frá Oklahoma City háskólanum og síðan MA gráðu í óperuleik frá sama skóla.[5] Á meðan hún var í námi þá tók hún þátt í fegurðarsamkeppnum og vann titilinn "Miss OCU" og var önnur í röðinni fyrir Miss Oklahoma keppninni árið 1991.[4][6]
Chenoweth tók þátt í mörgum söngvakeppnum og var nefnd upprennandi söngvari af Metropolitan Opera áheyrnarnefndinni og í verðlaun fékk hún skólastyrk við Academy of Vocal Arts í Fíladelfíu árið 1993.[7] Tveimur vikum áður en skólinn byrjaði, fór hún til New York-borgar að aðstoða vin sinn við flutning. Á meðan hún var þar tók hún þátt í áheyrnarprufu fyrir leikritið Animal Crackers og fékk hlutverk Arabella Rittenhouse. Ákvað hún að afþakka skólastyrkinn og flytja í staðinn til New York í þeim tilgangi að vinna við söngleiki.[7]
Chenoweth þjáist af Meniere-sjúkdómnum eða völdunarsvima. Sjúkdómurinn á uppruna sinn í innra eyranu og getur orsakað höfuðverki, svima, uppköst og lélega heyrn. Hefur hún sagt að á tónleikum hefur hún þurft að styðjast við samtónlistarmenn sína til að halda jafnvægi og hefur þurft að sleppa við sýningar.[8]
Ferill
breytaRithöfundur
breytaChenoweth gaf út ævisöguna sína A Little Bit Wicked: Life, Love, and Faith in Stages árið 2009.[9]
Tónlist
breytaChenoweth söng inn á hljóðupptöku ásamt samleikurum sínum í The Most Happy Fella, A New Brain You're a Good Man og Charlie Brown. Söng hún inn á plötuna Kidults með Mandy Patinkin árið 2001.
Árið 2001 gaf Chenoweth út fyrstu sólóplötuna sína Let Yourself Go og síðan þá hefur hún gefið út plötur á borð við A Lovely Way To Spend Christmas, Promises, Promises og Some Lessons Learned.
Leikhús
breytaFyrsta leikhúshlutverk Chenoweth var árið 1993 í leikritinu Animal Crackers þar sem hún lék Arabellu Rittenhouse.[7] Hefur hún síðan þá komið fram í leikritum á borð við Epic Proportions, Scapin, A New Brain og Love, Loss, and What I Wore.
Chenoweth er þekktust fyrir hlutverk sín í söngleikjum á borð við Wicked, The Apple Tree og You´er a Good Man, Charlie Brown.
Sjónvarp
breytaFyrsta sjónvarpshlutverk Chenoweth var árið 1999 í þættinum LateLine. Hefur hún síðan þá komið fram sem gestaleikari í þáttum á borð við Frasier, Fillmore, Ugly Betty og Hot in Cleveland.
Árið 2004 var henni boðið hlutverk í The West Wing sem Annabeth Schott sem hún lék til ársins 2006. Chenoweth lék síðan eitt af aðalhlutverkunum í Pushing Daisies sem Olive Snook frá 2007 – 2009.
Hefur hún verið með stór gestahlutverk í Glee og The Good Wife.
Kvikmyndir
breytaFyrsta kvikmyndahlutverk Chenoweth var árið 2002 í Topa Topa Bluffs. Hefur hún síðan þá komið fram í kvikmyndum á borð við The Pink Panther, Running with Scissors, Four Christmases og Hit and Run.
Kvikmyndir og sjónvarp
breytaKvikmyndir | |||
---|---|---|---|
Ár | Kvikmynd | Hlutverk | Athugasemd |
2002 | Topa Topa Bluffs | Patty | |
2005 | Bewitched | Maria Kelly | |
2006 | The Pink Panther | Cherie | |
2006 | RV | Mary Jo Gornicke | |
2006 | Stranger Than Fiction | Kynnir á bókastöð | |
2006 | Running with Scissors | Fern Stewart | |
2006 | Deck the Halls | Tia Hall | |
2008 | Space Chimps | Kilowatt | Talaði inn á |
2008 | Four Christmases | Courtney | |
2009 | Into Temptation | Linda Salerno | |
2009 | Tinker Bell and the Lost Treasure | Rosetta | Talaði inn á |
2010 | You Again | Georgia | |
2012 | Hit and Run | Debbie Kreeger | |
2012 | Family Weekend | Samantha Smith-Dungy | Kvikmyndatökum lokið |
Sjónvarp | |||
Ár | Titill | Hlutverk | Athugasemd |
1999 | LateLine | Kristin | Þáttur: The Christian Guy |
1999 | Paramour | ónefnt hlutverk | Sjónvarpsmínisería |
1999 | Annie | Lily St. Regis | Sjónvarpsmynd |
2001 | Seven Roses | ónefnt hlutverk | Sjónvarpsmynd |
2001 | Kristin | Kristin Yancey | 11 þætttir |
2001 | Frasier | Portia Sanders | Þáttur: Junior Agent |
2002 | Baby Bob | Crystal Carter | Þáttur: Talking Babies Say the Darndest Things |
2003 | Fillmore | Leiðsögukona á safni | Þáttur: Masterstroke of Malevolence Talaði inn á |
2003 | The Music Man | Marian Paroo | Sjónvarpsmynd |
2005 | Great Performances | Cunegonde | Þáttur: Leonard Bernstein´s ´Candide‘ |
2004-2006 | The West Wing | Annabeth Schott | 34 þættir |
2003-2006 | Sesame Street | Ms. Noodle | 2 þættir |
2007 | Ugly Betty | Diane | Þáttur: East Side Story |
2007 | Robot Chicken | Móðir/Prinsessa | Þáttur: Squaw Bury Shortcake Talaði inn á |
2007-2009 | Pushing Daisies | Olive Snook | 22 þættir |
2009 | Sit Down Shut Up | Miracle Grohe | 13 þættir |
2009 | 12 Men of Christmas | E.J. Baxter | Sjónvarpsmynd |
2010 | Legalle Mad | Skippy Pylon | Sjónvarpsmynd |
2011 | Submissions Only | Cindy Ruehl | Þáttur: Yore So Bad |
2009-2011 | Glee | April Rhodes | 3 þættir |
2012 | Hot in Cleveland | Courtney | Þáttur: The Gateway Friend |
2012 | GCB | Carlene Cockburn | 10 þættir |
2012 | Lovin´ Lakin | Kristin Chenoweth | Sjónvarpsmínisería ónefndir þættir |
2012 | The mark Twain Prize: Ellen DeGeneres | ónefnt hlutverk | Sjónvarpsmynd |
2012 | The Good Wife | Peggy Byrne | 2 þættir |
Leikhús
breyta
|
|
Plötuútgáfa
breyta
|
|
Verðlaun og tilnefningar
breytaDrama Desk-verðlaunin
- 2007: Tilnefnd sem besta leikkona í söngleik fyrir The Apple Tree
- 2004: Tilnefnd sem besta leikkona í söngleik fyrir Wicked.
- 1999: Verðlaun sem besta leikkona í söngleik fyrir You´re a Good Man, Charlie Brown.
Drama League-verðlaunin
- 2007: Tilnefnd fyrir bestu frammistöðu sína í leikhúsi fyrir The Apple Tree.
- 2004: Tilnefnd fyrir bestu frammistöðu sína í leikhúsi fyrir Wicked.
GLAAD Media-verðlaunin
- 2011: Vanguard verðlaunin.
Gold Derby TV-verðlaunin
- 2010: Verðlaun sem besta leikkona í gestahlutverki í gamanseríu fyrir Glee.
- 2009: Verðlaun sem besta leikkona í aukahlutverki í gamanseríu fyrir Pushing Daisies.
- 2008: Verðlaun sem besta leikkona í aukahlutverki í gamanseríu fyrir Pushing Daisies.
- 2008: Tilnefnd sem nýliði ársins fyrir Pushing Daisies.
Outer Critics Circle-verðlaunin
- 2007: Tilnefnd sem besta leikkona í söngleik fyrir The Apple Tree.
- 2004: Tilnefnd sem besta leikkona í söngleik fyrir Wicked.
- 1999: Verðlaun sem besta leikkona í söngleik fyrir You´re a Good Man, Charlie Brown.
People's Choice-verðlaunin
- 2012: Tilnefnd sem besta leikkona í gestahlutverki í sjónvarpi fyrir Glee.
Primetime Emmy-verðlaunin
- 2011: Tilnefnd sem besta leikkona í gestahlutverki í gamanseríu fyrir Glee.
- 2010: Tilnefnd sem besta leikkona í gestahlutverki í gamanseríu fyrir Glee.
- 2009: Verðlaun sem besta leikkona í aukahlutverki í gamanseríu fyrir Pushing Daisies.
- 2008: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki í gamanseríu fyrir Pushing Daisies.
Razzie-verðlaunin
- 2007: Tilnefnd sem versta leikkona í aukahlutverki fyrir Deck the Halls, The Pink Panther og RV.
Satellite-verðlaunin
- 2009: Verðlaun sem besta gestastjarna fyrir Glee.
- 2008: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki í seríu, míniseríu eða sjónvarpsmynd fyrir Pushing Daisies.
Screen Actors Guild-verðlaunin
- 2006: Tilnefnd sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The West Wing.
- 2005: Tilnefnd sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The West Wing.
Theatre World-verðlaunin
- 1997: Verðlaun fyrir frumraun sína á Broadway fyrir Steel Pier.
Tony-verðlaunin
- 2004: Tilnefnd sem besta leikkona í söngleik fyrir Wicked.
- 1999: Verðlaun sem besta leikkona í söngleik fyrir You´re a Good Man, Charlie Brown.
Tilvísanir
breyta- ↑ Chenoweth, Chapters 1 and 5
- ↑ „Kristin Dawn Chenoweth“. KChenoweth.Net. Afrit af upprunalegu geymt þann janúar 27, 2012. Sótt 13. október 2011.
- ↑ Randall, Henry P. Who's who among students in American universities and colleges, vol. 57, Randall Publishing Co., 1991, p. 249, accessed August 29, 2012
- ↑ 4,0 4,1 „Biography“. Turner Classic Movies.[óvirkur tengill]
- ↑ Ævisaga Kristin Chenoweth á IMDB síðunni
- ↑ Chenoweth, chapter 3
- ↑ 7,0 7,1 7,2 „Kristin Chenoweth biography“. Afrit af upprunalegu geymt þann júlí 8, 2012. Sótt 25. mars 2008.
- ↑ „Viðtal við Kristin Chenoweth í Fresh Air þættinum á WHYY útvarpsstöðinni þann 16. apríl 2009“. Afrit af upprunalegu geymt þann 27. janúar 2012. Sótt 19. desember 2012.
- ↑ „Chenoweth's Autobiography, A Little Bit Wicked, Due in April 2009“.
Heimildir
breyta- Fyrirmynd greinarinnar var „Kristin Chenoweth“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 19. desember 2012.
- Kristin Chenoweth á IMDb
- Heimasíða Kristin Chenoweth Geymt 17 desember 2012 í Wayback Machine
- Kristin Chenoweth á Internet Broadway Database síðunni
- Kristin Chenoweth á The Internet Off-Broadway Database Geymt 21 október 2012 í Wayback Machine