Saab
SAAB er sænskur flugvélaframleiðandi (og áður bílaframleiðandi), sem var settur á laggirnar árið 1937 í Linköping í Svíþjóð. SAAB er skammstöfun á "Svenska Aeroplan Aktiebolaget".
Upphaflega framleiddi fyrirtækið eingöngu flugvélar, en þann 10. júní 1947 var fyrsti hugmyndabíllinn kynntur, Saab Exp. Vagn 001. Seint á 6. áratugnum var fyrirtækið virkt í tölvuheiminum, undir nafninu DataSaab.
Árið 1969 sameinaðist Saab fyrirtækinu Scania-Vabis, og á árunum milli 1969 og 1995 kallaðist fyrirtækið Saab-Scania AB.
Fyrirtækið framleiddi almennar flugvélar (nú hætt því) og herflugvélar. Fyrirtækinu var skipt upp, en það fyrirtæki sem tók við framleiðslu bíla hefur síðan verið lokað.
Fyrstu árin
breytaÞað var upp úr 1930 að sænska ríkisstjórnin ákvað að auka verulega við innlenda hernaðar framleiðslu og þá sérstaklega fyrir flugherinn. Þetta leiddi til þess að árið 1937 var Svenska Aeroplan AB stofnað. Þetta sama ár sameinaðist SAAB ASJA (Svenska Järnvägsverkstädernas Aeroplanavdelning) og hóf að styrkja og breyta L10 flugvél þeirra svo hún henntaði betur sem herflugvél. Það var svo árið 1940 sem fyrsta flugvélin, SAAB 17, leit dagsins ljós.
Bílaframleiðsla hefst
breytaVið lok síðari heimsstyrjaldarinnar var ljóst að eftispurn eftir herflugvélum yrði ekki nærri eins mikil og hún var á meðan að á stríðinu stóð. Var því ljóst að Saab yrði að leita á ný mið. Í desember árið 1949 hófst framleiðsla á fyrsta bílnum, en hann fékk nafnið SAAB 92.
Framleiddar tegundir
breytaFlugvélar
breyta- SAAB 17 (bomber)
- SAAB 18 (bomber)
- SAAB 21 (push-prop)
- SAAB 21R (jet)
- SAAB 29 Tunnan
- SAAB 32 Lansen
- SAAB 35 Draken
- SAAB 37 Viggen
- SAAB 39 Gripen
- SAAB 90 Scandia
- SAAB 91 Safir
- SAAB 105
- SAAB 340
- SAAB 2000
Bílar
breyta- SAAB 92
- SAAB 92B
- SAAB 93
- SAAB 94
- SAAB 95
- SAAB 96
- SAAB Sonett
- SAAB 99
- SAAB 900
- SAAB 90
- SAAB 9000
- SAAB 9-5
- SAAB 9-3
- SAAB 9-3 SportSedan
- SAAB 9-3 SportCombi
- SAAB 9-2x
- SAAB 9-7x