Ukhnaagiin Khürelsükh
Ukhnaagiin Khürelsükh (mongólska: Ухнаагийн Хүрэлсүх; f. 14. júní 1968) er mongólskur stjórnmálamaður og núverandi forseti Mongólíu. Khürelsükh er meðlimur í Mongólska þjóðarflokknum. Hann hefur verið forseti frá júní 2021 og var áður forsætisráðherra Mongólíu frá október 2017 til janúar 2021.
Ukhnaagiin Khürelsükh Ухнаагийн Хүрэлсүх | |
---|---|
Forseti Mongólíu | |
Núverandi | |
Tók við embætti 25. júní 2021 | |
Forsætisráðherra | Luvsannamsrain Oyun-Erdene |
Forveri | Khaltmaagiin Battulga |
Forsætisráðherra Mongólíu | |
Í embætti 4. október 2017 – 27. janúar 2021 | |
Forseti | Khaltmaagiin Battulga |
Forveri | Jargaltulgyn Erdenebat |
Eftirmaður | Luvsannamsrain Oyun-Erdene |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 14. júní 1968 Úlan Bator, Mongólíu |
Þjóðerni | Mongólskur |
Stjórnmálaflokkur | Mongólski þjóðarflokkurinn |
Maki | Bolortsetseg Khürelsükh |
Börn | 2 |
Háskóli | Varnarháskóli Mongólíu Þjóðarháskóli Mongólíu |
Æviágrip
breytaKhürelsükh gekk í gagnfræðaskóla í Úlan Bator. Hann útskrifaðist frá Varnarháskóla Mongólíu árið 1989 með gráðu í stjórnmálafræði. Hann nam síðan opinbera stjórnsýslu við Þjóðarháskóla Mongólíu.
Khürelsükh hefur þrisvar sinnum (árin 2000, 2004 og 2012) verið kjörinn á mongólska Stór-Khúralið, þing mongólska lýðveldisins. Hann var ráðherra neyðarástandsmála frá 2004 til 2006, ráðherra faglegs eftirlits frá 2006 til 2008 og varaforsætisráðherra frá 2014 til 2015 og 2016 til 2017. Khürelsükh tók við embætti forsætisráðherra Mongólíu þann 4. október 2017.
Í júní 2020 vann Mongólski þjóðarflokkurinn þingkosningar með 62 þingsætum af 76. Þetta var í fyrsta sinn sem flokkurinn vann tvær þingkosningar í röð. Árangurinn var að nokkru leyti rakinn til ánægju með störf Khürelsükhs við að sporna við loftmengun í Úlan Bator og viðbrögð stjórnar hans við kórónaveirufaraldrinum í landinu.[1]
Þann 21. janúar 2021 bauð Khürelsükh Stór-Khúralinu afsögn sína eftir mótmæli sem upphófust vegna ómannúðlegrar meðferðar á konu sem hafði veikst af Covid-19 og nýfæddu barni hennar.[2] Þingið samþykkti afsögn Khürelsükhs og ríkisstjórnar hans sama dag.[3]
Afsögn Khürelsükh kom mörgum í opna skjöldu og stjórnmálagreinendur litu gjarnan á hana bæði sem skilaboð um að hann gæti axlað ábyrgð en einnig sem leið hans til þess að þurfa ekki að koma nálægt stjórn ríkisins á tíma Covid-kreppunnar og viðhalda þannig vinsældum í aðdraganda forsetakosninga Mongólíu í júní 2021.[1] Khürelsükh bauð sig fram til forseta í kosningunum og náði kjöri með 67,76 % atkvæða.
Tilvísanir
breyta- ↑ 1,0 1,1 Julian Dierkes (21. janúar 2021). „PM Khurelsukh Resigns Suddenly“ (enska). Háskólinn í Bresku Kólumbíu.
- ↑ „Mongolian prime minister submits resignation after COVID-19 protests“ (enska). Reuters.
- ↑ T. Baljmaa (21. janúar 2021). „Parliament approves PM Khurelsukh's resignation“ (enska). Montsame.
Fyrirrennari: Khaltmaagiin Battulga |
|
Eftirmaður: Enn í embætti | |||
Fyrirrennari: Jargaltulgyn Erdenebat |
|
Eftirmaður: Luvsannamsrain Oyun-Erdene |