Kylie Minogue

áströlsk söngkona, lagasmiður og leikkona

Kylie Ann Minogue OBE (f. 28. maí 1968) er áströlsk söngkona, lagasmiður og leikkona. Hún hóf feril sinn sem leikkona í áströlsku sjónvarpi aðeins barn að aldri í sápuóperunni Neighbours. Hún byrjaði að syngja árið 1987. Fyrsta smáskífa hennar, „The Loco-Motion“, lenti í fyrsta sæti á ástralska topplistanum og hélt því í sjö vikur. Vegna velgengni smáskífunnar fékk hún samning sem lagasmiður. Fyrsta breiðskífa hennar, Kylie kom út árið 1988. Smáskífan „I Should Be So Lucky“ af Kylie lenti í fyrsta sæti á topplistanum í Bretlandi. Á næstu tveimur árum komust þrettán smáskífur Kylie Minogue í topp-tíu sæti topplistans þar í landi. Fyrsta kvikmyndin sem hún lék í var The Delinquents.

Kylie Minogue
Minogue árið 2018
Fædd
Kylie Ann Minogue

28. maí 1968 (1968-05-28) (56 ára)
Ríkisfang
  • Ástralía
  • Bretland[1]
Störf
  • Söngvari
  • lagahöfundur
  • leikari
Ár virk1979–í dag
ÆttingjarDannii Minogue (systir)
Tónlistarferill
Stefnur
HljóðfæriRödd
Útgefandi
Vefsíðakylie.com
Undirskrift

Hún flutti lagið „On a Night Like This“ á Sumarólympíuleikunum 2000 í Sydney. Smáskífan hennar „Can't Get You Out of My Head“ náði fyrsta sæti í meira en fjörutíu löndum, og breiðskífan Fever (2001) naut vinsælda í mörgum löndum, þar á meðal í Bandaríkjunum.

Kylie fæddist í Melbourne í Ástralíu. Hún er fyrsta barn. Faðir hennar, Ronald Charles Minogue, er endurskoðandi af írskum uppruna[2] og móðir hennar, Carol Ann Jones, fyrrverandi dansari frá Wales.[3] Systir hennar, Dannii Minogue, er einnig söngkona og leikkona.[2] Bróðir hennar, Brendan, vinnur sem myndatökumaður í Ástralíu.[4]

Kylie Minogue hefur selt yfir 68 milljón plötur og 55 milljón smáskífur um allan heim.

Útgefið efni

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. „Kylie Minogue rules out move Down Under“. African News Agency. 30. september 2020.
  2. 2,0 2,1 Bright, Spencer (9. nóvember 2007). „Why we love Kylie – By three of the people who know her best“. Mail Online.
  3. „Family shock at Kylie's illness“. BBC News. 18. maí 2005.
  4. „Pop princess is a survivor“. Sydney Morning Herald. 17. maí 2005.

Tenglar

breyta
   Þetta æviágrip sem tengist tónlist er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.