Vorið í Prag
Vorið í Prag (tékkneska: Pražské jaro) var stutt tímabil aukins stjórnmálafrjálsræðis í Tékkóslóvakíu. Það hófst 5. janúar 1968 og var til 20. ágúst sama árs þegar Sovétríkin og aðrar Varsjárbandalagsþjóðir (fyrir utan Rúmeníu) gerðu innrás í landið.
Ástandið í Tékkóslóvakíu
breytaFrá miðjum sjöunda áratug tuttugustu aldar höfðu Tékkar og Slóvakar sýnt aukin merki höfnunar á því stjórnskipulagi sem var við lýði. Þessar breytingar höfðu meðal annars komið fram með því að umbótasinnar innan kommúnistaflokksins í landinu komu Alexander Dubček að sem æðsta manni innan flokksins. Áform Dubčeks til að koma á endurbótum í stjórnmálakerfi landsins, sem hann nefndi „Sósíalisma með mannlega ásjónu“, var ekki algjör bylting frá fyrra stjórnarfari, eins og hafði gerst í Ungverjalandi árið 1956. Breytingar Dubčeks nutu mikils stuðnings í samfélaginu, meðal annars meðal verkamanna. Leiðtogar sovétríkjanna sáu það hinsvegar sem ógnun við vald þeirra yfir öðrum austantjaldslöndum. Tékkóslóvakía var í miðri varnarlínu Varsjárbandalagsins og mögulegt liðhlaup landsins yfir til óvinarins var óásættanleg í kalda stríðinu.
Ólíkt því sem var í öðrum löndum Mið- og Austur-Evrópu hafði valdataka kommúnista árið 1948 notið breiðs stuðnings og hafði ekki gotið af sér sama ofbeldi og hafði gerst í Ungverjalandi. Hinsvegar var stór minnihluti í valdastéttum, einkum á efstu stigum, sem var á móti því að minnka nokkuð vald flokksins á samfélaginu sem áformaði með leiðtogum Sovétríkjanna að varpa umbótamönnum úr sessi. Þessi hópur var meðal annars mjög á móti því þegar boðaðar voru fjölflokkakosningar og þegar umbótaraddir fóru að heyrast um landið allt varð þeim mjög óvært.