Vorið í Prag (tékkneska: Pražské jaro) var stutt tímabil aukins stjórnmálafrjálsræðis í Tékkóslóvakíu. Það hófst 5. janúar 1968 og var til 20. ágúst sama árs þegar Sovétríkin og aðrar Varsjárbandalagsþjóðir (fyrir utan Rúmeníu) gerðu innrás í landið.

Tékkóslóvakar ganga með þjóðfána sinn fram hjá brennandi sovéskum skriðdreka í Prag.

Ástandið í Tékkóslóvakíu

breyta

Frá miðjum sjöunda áratug tuttugustu aldar höfðu Tékkar og Slóvakar sýnt aukin merki höfnunar á því stjórnskipulagi sem var við lýði. Þessar breytingar höfðu meðal annars komið fram með því að umbótasinnar innan kommúnistaflokksins í landinu komu Alexander Dubček að sem æðsta manni innan flokksins. Áform Dubčeks til að koma á endurbótum í stjórnmálakerfi landsins, sem hann nefndi „Sósíalisma með mannlega ásjónu“, var ekki algjör bylting frá fyrra stjórnarfari, eins og hafði gerst í Ungverjalandi árið 1956. Breytingar Dubčeks nutu mikils stuðnings í samfélaginu, meðal annars meðal verkamanna. Leiðtogar sovétríkjanna sáu það hinsvegar sem ógnun við vald þeirra yfir öðrum austantjaldslöndum. Tékkóslóvakía var í miðri varnarlínu Varsjárbandalagsins og mögulegt liðhlaup landsins yfir til óvinarins var óásættanleg í kalda stríðinu.

Ólíkt því sem var í öðrum löndum Mið- og Austur-Evrópu hafði valdataka kommúnista árið 1948 notið breiðs stuðnings og hafði ekki gotið af sér sama ofbeldi og hafði gerst í Ungverjalandi. Hinsvegar var stór minnihluti í valdastéttum, einkum á efstu stigum, sem var á móti því að minnka nokkuð vald flokksins á samfélaginu sem áformaði með leiðtogum Sovétríkjanna að varpa umbótamönnum úr sessi. Þessi hópur var meðal annars mjög á móti því þegar boðaðar voru fjölflokkakosningar og þegar umbótaraddir fóru að heyrast um landið allt varð þeim mjög óvært.

   Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.