Guðrún Indriðadóttir

Guðrún Indriðadóttir (3. júní 1882 - 19. febrúar 1968) var íslensk leikkona á fyrri hluta tuttugustu aldar. Guðrún var með helstu leikurum Leikfélags Reykjavíkur á upphafsárum félagsins og ein vinsælasta leikkona landsins við hlið Stefaníu Guðmundsdóttur. Guðrún lék fyrsta hlutverk sitt hjá Leikfélaginu 1899 í leikritinu Esmeralda eftir William Gillette, en helst er hennar þó minnst fyrir leik sinn í hlutverki Höllu í frumuppfærslu Leikfélagsins á Fjalla-Eyvindi Jóhanns Sigurjónssonar árið 1911. Á ferli sínum lék Guðrún yfir 90 hlutverk með Leikfélagi Reykjavíkur.

Guðrún var dóttir Indriða Einarssonar, leikskálds og hagfræðings, og Mörtu Pétursdóttur Guðjohnsen.

Tenglar

breyta
  • Heiðbláin, grein eftir Lárus Sigurbjörnsson i Eimreiðinni 1942.