Sumarólympíuleikarnir 1968

Sumarólympíuleikarnir 1968 voru haldnir í Mexíkóborg frá 12. október til 27. október.

Aðdragandi og skipulagning breyta

Mexíkóborg varð fyrsta borgin í Rómönsku Ameríku til að fá úthlutað Ólympíuleikum. Sú ákvörðun var tekin á þingi Alþjóðaólympíunefndarinnar haustið 1963. Borgin hlaut meirihluta atkvæða, 30 alls, þegar í fyrstu umferð en Detroit, Lyon og Buenos Aires skiptu á milli sín 28 atkvæðum.

Í aðdraganda leikanna efndu stúdentar til mikilla mótmæla, sem stjórnvöld börðu niður af gríðarlegri hörku.

Við ferð Ólympíueldsins frá Grikklandi á keppnisstað var leitast við að fara sem líkasta leið og Kristófer Kólumbus frá Evrópu til Nýja heimsins.

Keppnisgreinar breyta

Keppt var í 172 greinum. Fjöldi keppna í einstökum íþróttaflokkum er gefinn upp í sviga.

Þátttaka Íslendinga á leikunum breyta

Íslendingar sendu fjóra sundmenn , þrjá frjálsíþróttamenn og einn lyftingamann til þátttöku á leikunum.

Ekkert Íslandsmet leit dagsins ljós á leikunum, sem ef til vill má kenna hinu þunna lofti í Mexíkóborg.

Valbjörn Þorláksson keppti á sínum þriðju leikum í röð, en gat ekki lokið keppni í tugþraut vegna meiðsla.

Óskar Sigurpálsson keppti í Ólympískum Lyftingum.

Íslenska knattspyrnulandslíðið tók þátt í forkeppni Ólympíuleikanna og mætti þar áhugamannalandslið Spánar. Leiknum í Reykjavík lauk með 1:1 jafntefli, en Spánverjar unnu á heimavelli, 5:3 í fjörugum markaleik.

Verðlaunaskipting eftir löndum breyta

Nr. Land Gull Silfur Brons Samtals
1   Bandaríkin 45 28 34 107
2   Sovétríkin 29 32 30 91
3   Japan 11 7 7 25
4   Ungverjaland 10 10 12 32
5   Austur-Þýskaland 9 9 7 25
6   Frakkland 7 3 5 15
7   Tékkóslóvakía 7 2 4 13
8   Vestur-Þýskaland 5 11 10 26
9   Ástralía 5 7 5 17
10   Bretland 5 5 3 13
11   Pólland 5 2 11 18
12   Rúmenía 4 6 5 15
13   Ítalía 3 4 9 16
14   Kenýa 3 4 2 9
15   Mexíkó 3 3 3 9
16   Júgóslavía 3 3 2 8
17   Holland 3 3 1 7
18   Búlgaría 2 4 3 9
19   Íran 2 1 2 5
20   Svíþjóð 2 1 1 4
21   Tyrkland 2 0 0 2
22   Danmörk 1 4 3 8
23   Kanada 1 3 1 5
24   Finnland 1 2 1 4
25   Eþíópía 1 1 0 2
  Noregur 1 1 0 2
27   Nýja Sjáland 1 0 2 3
28   Túnis 1 0 1 2
29   Pakistan 1 0 0 1
  Venesúela 1 0 0 1
31   Kúba 0 4 0 4
32   Austurríki 0 2 2 4
33   Sviss 0 1 4 5
34   Mongólía 0 1 3 4
35   Brasilía 0 1 2 3
36   Belgía 0 1 1 2
  Suður-Kórea 0 1 1 2
  Úganda 0 1 1 2
39   Kamerún 0 1 0 1
  Jamæka 0 1 0 1
41   Argentína 0 0 2 2
42   Grikkland 0 0 1 1
  Indland 0 0 1 1
  Tævan 0 0 1 1
Alls 174 170 183 527