Þráinn NK 70 var vélbátur sem fórst 5. nóvember 1968 austan við Vestmannaeyjar í aftaka suðaustan veðri og stórsjó og brimi. Með bátnum fórust níu manns og voru átta þeirra frá Vestmannaeyjum. Báturinn var að koma af síldveiðum og á leið til Vestmannaeyja þegar hann fórst fórst í Reynisdýpi út af Vík í Mýrdal. Ekkert fannst af bátnum þrátt fyrir mikla leit á sjó og úr lofti. Báturinn var sænskur eikarbátur sem var endurbyggður á Akureyri um 1960 þá var hann lengdur og settur á nýr framendi og Akureyrarstefni. Með Þráni NK 70 fórust þessir menn:

  • Grétar Skaftason skipstjóri f. 26.10.1926
  • Helgi Kristinsson stýrimaður f. 12.11.1945
  • Guðmundur Gíslason vélstjóri f. 2.11. 1942
  • Gunnlaugur Björnsson vélstjóri f. 13. 01.19941
  • Einar Þorfinnur Magnússon matsveinn f. 27.07.1928
  • Marvin Einar Ólason háseti f. 2.05.1944
  • Gunnar Björgvinsson háseti f. 5.9.1950
  • Tryggvi Gunnarssonháseti f. 3.07.1949
  • Hannes Andresson háseti f. 29.11.1946

Heimildir

breyta