Andy Warhol

bandarískur listamaður, kvikmyndaleikstjóri og framleiðandi (1928–1987)

Andy Warhol (6. ágúst 192822. febrúar 1987) var bandarískur myndlistarmaður, rithöfundur og kvikmyndagerðarmaður. Hann var einn af frumkvöðlum popplistar í Bandaríkjunum á 6. áratugnum. Hann er einkum þekktur fyrir litsterk málverk og silkiþrykk með myndum af hversdagslegum hlutum. Hann fékkst einnig við myndir af frægum persónum eins og Marilyn Monroe, Elvis Presley, Elizabeth Taylor og Jacqueline Kennedy Onassis. Hann gerði yfir sextíu kvikmyndir og vann verkefni í kringum hljómsveitina Velvet Underground.

Ljósmynd af Warhol eftir Jack Mitchell árið 1973.

Andy Warhol var 4. barn foreldra sinna, þeirra Ondrej Varhola og Júliu. Andy átti 2 eldri bræður, Paul (1923) og John (1925). Foreldrar Andy voru tékkóslóvakískir innflytjendur en þau komu til Bandaríkjanna árið 1921. Andy útskrifaðist frá Schenley High School árið 1945. Eftir útskrift var draumurinn að verða kennari í listgreinum en plönin breyttust snögglega þegar hann komst óvænt inn í Carnegie Institute of Technology og lærði hann þar aulýsingateiknun. Andy útskrifaðist árið 1949 með BA-gráðu í fagurlist og grafískri hönnun.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.