Guy Ritchie

enskur kvikmyndagerðarmaður

Guy Stuart Ritchie (f. 10. september 1968) er enskur kvikmyndaleikstjóri sem er þekktastur fyrir harðsoðnar og gamansamar glæpamyndir. Hann sló fyrst í gegn með Með húð og hári (Lock, Stock and Two Smoking Barrels) árið 1998 og fylgdi henni eftir með Snatch árið 2000. Næstu tvær myndir, Frá sér numin (Swept Away - 2002) og Revolver (2005) gengu ekki eins vel og glæpamyndin RocknRolla (2008) fékk dræmar viðtökur. Hann leikstýrði tveimur nýjum myndum um Sherlock Holmes, Sherlock Holmes (2009) og Skuggaleikur (2011) sem báðar gengu vel í kvikmyndahúsum.

Guy Ritchie árið 2018.

Hann giftist bandarísku söngkonunni Madonnu árið 2000 en þau skildu átta árum síðar.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.