Anthony E. Zuiker
Anthony E. Zuiker (fæddur 17. ágúst 1968) er höfundur og framleiðslustjóri að bandaríska sjónvarpsþættinum CSI: Crime Scene Investigation. Hann framleiðir einnig allar þrjár útgáfurnar af CSI: CSI: Crime Scene Investigation, CSI: Miami og CSI: NY. Aðstoðaði hann við að skrifa handritið að Terminator Salvation.
Anthony E. Zuiker | |
---|---|
Fæddur | Anthony E. Zuiker 17. ágúst 1968 |
Ár virkur | 1999 - |
Einkalíf
breytaZuiker fæddist í Blue Island í Illinois en fjölskylda hans flutti síðan til Las Vegas í Nevada.
Zuiker stundaði nám við ríkisháskólann í Arizona, í Tempe í Arizona í þrjú ár og færði sig síðan yfir í Nevadaháskóla í Las Vegas, þaðan sem hann útskrifaðist. Öll fjögur árin þá var hann viðriðinn keppnis réttarrannsóknir og náði svo í undanúrslit á landsvísu í ræðukeppni.
Á fyrirlestri á International Mystery Writers Festival í júní 2008 sagði Zuiker að hann hafði verið að vinna sem sporvagnsstjóri þegar hann fékk hugmyndina að þáttunum. Eitt kvöldið þá átti hann að spila körfubolta með vinum sínum þegar kona hans bað hann að vera heima og horfa á The New Detectives á Discovery Channel. „Ég ákvað að vera heima, og það breytti öllu saman“. Hann hefur viðkennt að hafa vitað ekkert um hvernig eigi að skrifa sjónvarpshandrit og því hafi fyrsti þátturinn „brotið allar reglur“, og hafi með því þróað nýjan stíl hvernig sjónrænu myndunum og sögunum er gefið skyn á.
Nýtt skólaleikhús er nefnt eftir honum: Anthony E. Zuiker Theater við Chaparral High School í Nevada. En Zuiker úskrifaðist frá þessum skóla árið 1986.
Verðlaun og tilnefningar
breytaÞann 25. október 2007 fékk hann Big Brother Award Austria 2007 í flokki samskipta og markaðssetningu. Dómstóllinn sagði meðal annars „CSI sjónvarpsþættirnir sýna tölvueftirlit, DNA-greiningu og ósigur á borgararéttindum á ógagnrýnanhátt, ómerkilegan og hættulega á hlutdrægan átt“. Ásamt því að réttindi fólks og grunaða eru sýnd sem fyrirstaða fyrir rannsókninni sjálfri.
Bækur
breytaÞann 8. september 2009 gaf Zuicker út Level 26: Dark Origins, bók sem er tengd vef-kvikmynd og gagnvirkum öflum sem hann lýsir sem „digi-novel“. Zuicker hefur framleitt í kringum 20 kvikmynda net-brýr, sem lesendur geta skoðað á netinu með því að nota sérstaka kóða sem hefur verið komið fyrir í bókunum. The Level26.com vefsíðan og netsamfélagið var búið til með hjálp Miles Beckett, sem er höfundur að Lonelygirl 15. „Mig langaði að segja sögu sem væri ‚of heitt‘ fyrir sjónvarp á sama tíma að gefa glæpalesendum eitthvað áhugavert og öðruvísi reynslu“.[1] Von er á 26 nýjum bókum sem verða gefnar út 2010 og 2011.
Kvikmyndir og sjónvarpsþættir
breytaHöfundur
breyta- CSI: Crime Scene Investigation - 201 þættir (2000-2009)
- CSI: NY - 94 þættir (2004-2009)
- CSI: Miami - 153 þættir (2002-2009)
- The Man - sjónvarpsmynd / handrit (2007)
- The Runner - handrit
Framleiðandi
breyta- CSI: NY - framleiðslutjóri af 92 þættum
- CSI: Crime Scene Investigation - framleiðslustjóri af 134 þáttum / meðframleiðslustjóri 23 þátta
- CSI: Miami - framleiðslustjóri 152 þátta
- Level 26: Dark Origins - framleiðandi (2009)
- The Man- framleiðslustjóri (2007)
- CSI: Crime Scene Inverstigation tölvuleikur - framleiðslustjóri (2003)
- The Runner - meðframleiðandi (1999)
Leikari
breyta- CSI: Crime Scene Investigation - 3 þættir (2001-2004)
Leikstjóri
breyta- Level 26: Dark Origin (2009)
Verðlaun og tilnefningar
breytaEdgar Allan Poe verðlaunin
- 2006: Tilnefndur fyrir besta handritið fyrir CSI: Crime Scene Investigation
Emmy verðlaunin
- 2004: Tilnefndur sem framleiðandi fyrir besta dramaþátt fyrir CSI: Crime Scene Investigation
- 2003: Tilnefndur sem framleiðandi fyrir besta dramaþátt fyrir CSI: Crime Scene Investigation
- 2002: Tilnefndur sem framleiðandi fyrir besta dramaþátt fyrir CSI: Crime Scene Investigation
Las Vegas Film Critics Society verðlaunin
- 2004: Silver Nitrate verðlaunin
PGA verðlaunin
- 2004: Tilnefndur sem framleiðandi fyrir besta dramaþátt fyrir CSI: Crime Scene Investigation
- 2003: Tilnefndur sem framleiðandi fyrir besta dramaþátt fyrir CSI: Crime Scene Investigation
Writers Guild of America
- 2006: Tilnefndur fyrir besta dramaþátt fyrir CSI: Crime Scene Investigation
Tilvísanir
breyta- ↑ Level 26: Dark Origins Geymt 11 september 2009 í Wayback Machine 8. september 2009 (Skoðuð 8. september 2009).
Heimildir
breyta- Fyrirmynd greinarinnar var „Anthony E. Zuiker“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 13. október 2009.
- http://www.imdb.com/name/nm0958499/