1880
ár
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1880 (MDCCCLXXX í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- 4. maí - Jón Sigurðsson forseti og Ingibjörg Einarsdóttir kona hans voru jarðsett í Reykjavík við hátíðlega athöfn. Þau höfðu bæði látist í Kaupmannahöfn í desember 1879.
- 9. júní - Hornsteinn var lagður að Alþingishúsinu við Austurvöll.
- Alþingiskosningar voru haldnar.
- Möðruvallaskóli stofnaður á Möðruvöllum í Hörgárdal. Hann varð síðar að Menntaskólanum á Akureyri.
- Torfi Bjarnason stofnaði Ólafsdalsskólann, fyrsta búnaðarskóla á Íslandi.
- Arnljótur Ólafsson gaf út Auðfræði, fyrstu íslensku hagfræðibókina.
- Miklar og langvarandi frosthörkur í árslok, svo að hægt var að ganga á ís frá Reykjavík upp á Kjalarnes.
- Veturinn 1881-82 var kallaður frostaveturinn mikli af samtíðarmönnum.
Fædd
- 3. janúar - Guðmundur G. Bárðarson, náttúrufræðingur.
- 8. janúar - Guðrún Lárusdóttir, alþingismaður (d. 1938).
- 24. febrúar - Einar Arnórsson, hæstaréttarlögmaður og ráðherra (d. 1955).
- 19. júní - Jóhann Sigurjónsson, leikskáld og ljóðskáld (d. 1919).
- 11. september - Guðmundur Ásbjörnsson, bæjarfulltrúi í Reykjavík (d. 1952).
- 4. október - Egill Jacobsen, danskur kaupmaður sem flutti til Íslands.
- 7. desember - Gísli Sveinsson, alþingismaður og forseti sameinaðs Alþingis (d. 1959)
Dáin
Erlendis
breyta- 27. janúar - Thomas Edison fékk einkaleyfi á ljósaperunni.
- Febrúar - Vísindaritið Science kom fyrst út, Thomas Edison styrkti útgáfuna fjárhagslega.
- 31. mars - Wabash í Indiana í Bandaríkjunum varð fyrsti raflýsti bær heimsins.
- 18. apríl - Þingkosningar í Bretlandi. Frjálslyndi flokkurinn vann sigur og William Ewart Gladstone varð forsætisráðherra öðru sinni.
- 29. júní - Frakkland innlimaði Tahítí.
- 24. ágúst - Dómkirkjan í Köln var fullbyggð, eftir 632 ár.
- 1. september - Breski herinn sigraði þann afganska við Kandahar.
- 2. nóvember - Forsetakosningar í Bandaríkjunum. James Garfield sigraði Winfield S. Hancock.
- 9. nóvember - Jarðskjálfti varð í Zagreb. Einn lést og eyðilögðust byggingar, ar á meðal dómkirkjan.
- 16. desember - Fyrra Búastríðið hófst.
- 30. desember - Lýðveldið Transvaal endurreist og Paul Kruger varð forseti þess.
- Knattspyrnuliðin Manchester City og Preston North End F.C. voru stofnuð á Englandi.
Fædd
- 29. janúar - W.C. Fields, bandarískur leikari (d. 1946).
- 11. júní - Jeannette Rankin bandarískur kvenréttindafrömuður og stjórnmálakona (d. 1973).
- 27. júní - Helen Keller, bandarískur rithöfundur og baráttukona (d. 1968).
- 17. júlí - Héctor Rivadavia Gómez, úrúgvæskur knattspyrnuforkólfur (d. 1931).
- 31. júlí - Munshi Premchand, indverskur rithöfundur (d. 1936).
- 31. ágúst - Wilhelmina Hollandsdrottning (d. 1962).
- 22. september - Christabel Pankhurst, ensk súffragetta (d. 1958)
- 4. október - Damon Runyon, bandarískur rithöfundur (d. 1946).
Dáin
- 8. maí - Gustave Flaubert, franskur rithöfundur (f. 1821).
- 17. maí - Christen Andreas Fonnesbech, danskur forsætisráðherra (f. 1817).
- 8. júní - María Alexandrovna, rússnesk keisaraynja, kona Alexanders 2. Rússakeisara (f. 1829).
- 5. október - Jacques Offenbach, tónskáld og sellóleikari (f. 1819).
- 17. ágúst - Ole Bull, norskur fiðluleikari (f. 1810).
- 22. desember - George Eliot (Mary Anne Evans), enskur rithöfundur (f. 1819).