Sigríður Ingibjörg Ingadóttir

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (f. 29. maí 1968) er íslenskur hagfræðingur og stjórnmálakona. Hún sat á Alþingi fyrir Samfylkinguna[1] frá kosningunum 2009 til 2016.

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir

Sigríður Ingibjörg við þingstörfin.

Fæðingardagur: 29. maí 1968 (1968-05-29) (56 ára)
3. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður
Flokkur: Merki Samfylkingarinnar Samfylkingin
Þingsetutímabil
2009-2016 í Rvk s. fyrir Samf.
2013-2016 í Rvk s. fyrir Samf.
= stjórnarsinni
Embætti
2010-2011 Formaður félags- og tryggingamálanefndar
2011-2012 Formaður fjárlaganefndar
2012- Formaður velferðarnefndar
Tenglar
Æviágrip á vef Alþingis

Sigríður Ingibjörg var virk í starfi Kvennalistans undir lok tilvistar hans, sat í framkvæmdanefnd Reykjavíkuranga hans 1994-1996 og var fulltrúi flokksins í nefnd um endurskoðun kosningalaga 1994-1995.

Frá 2007 hefur Sigríður gegnt ýmum trúnaðarstörfum fyrir Samfylkinguna. Hún var m.a. varaformaður Samfylkingarfélagsins í Reykjavík 2007-2009 og sat í bankaráði Seðlabanka Íslands frá 3. október 2007[2] þangað til ári síðar þegar hún sagði sig úr ráðinu.[3]

Heimildir

breyta
   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.