Gro Harlem Brundtland
Gro Harlem Brundtland (fædd 20. apríl 1939) er norskur stjórnmálamaður sem var forsætisráðherra Noregs árin 1981, 1986–1989, og 1990–1996, og framkvæmdarstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar frá 1998 til 2003.
Ævi
breytaGro fæddist í Bærum og gekk snemma til liðs við Verkamannaflokkinn. Hún útskrifaðist sem læknir frá Háskólanum í Osló 1963 og fékk meistaragráðu í lýðheilsu frá Harvard háskóla árið 1965.
Gro var umhverfisráðherra Noregs á árunum 1974 til 1979 en í febrúar 1981 fram í október tók hún sér sæti í forsætisráðherrastólnum, fyrst kvenna. Ríkisstjórn hennar vakti líka mikla athygli, því af 18 ráðherrum ríkisstjórnarinnar voru 8 konur – mun meira en áður hafði tíðkast.
Hún var einnig forsætisráðherra á árunum 1986 til 1989 og 1990 til 1996. Hún hætti sem formaður norska verkamannaflokksins árið 1992.
Frá 1998 til 2003 var Gro framkvæmdarstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar.
Fyrirrennari: Odvar Nordli |
|
Eftirmaður: Kåre Willoch | |||
Fyrirrennari: Kåre Willoch |
|
Eftirmaður: Jan P. Syse | |||
Fyrirrennari: Jan P. Syse |
|
Eftirmaður: Thorbjørn Jagland | |||
Fyrirrennari: Hiroshi Nakajima |
|
Eftirmaður: Jong-Wook Lee |