Læknir
Læknir er einstaklingur, sem er menntaður í öllu sem viðkemur mannslíkamanum og sjúkdómum sem hrjá hann. Læknir hefur hlotið þjálfun í meðferð og beitingu lyfja og sérstakra aðgerða með það að markmiði að bæta líðan og/eða lengja líf sjúklinga. Fræðigrein læknis nefnist læknisfræði og felur hún í sér ýmsa hagnýtingu fjölmargra raungreina, svo sem líffræði, lífeðlisfræði, efnafræði, eðlisfræði og fleiri.