Lýðveldið Kúba er eyríki á mörkum Karíbahafs, Mexíkóflóa og Atlantshafs. Ríkinu tilheyra eyjarnar Kúba (sú stærsta af Stóru-Antillaeyjum), Isla de la Juventud (Æskueyjan) og ýmsar smærri eyjar. Nafnið kemur úr máli taínóindíána cubanacán sem merkir miðsvæði. Norðan við Kúbu eru Bahamaeyjar, austan megin eru Turks- og Caicoseyjar, í vestri Mexíkó, í suðri Cayman-eyjar og Jamaíka, og Haítí í suðaustri. Viðskiptabann Bandaríkjanna gegn Kúbu hefur verið í gildi frá árinu 1962 og er það enn í gildi.

Lýðveldið Kúba
República de Cuba
Fáni Kúbu Skjaldarmerki Kúbu
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
Patria y Libertad (spænska)
Föðurland og frelsi
Þjóðsöngur:
La Bayamesa
Staðsetning Kúbu
Höfuðborg Havana
Opinbert tungumál spænska
Stjórnarfar Lýðveldi

Forseti Miguel Díaz-Canel
Forsætisráðherra Manuel Marrero Cruz
Sjálfstæði
 - Sjálfstæðisstríð 24. febrúar 1895 
 - Viðurkennt af Spáni 10. desember 1898 
 - Lok yfirráða BNA 20. maí 1902 
 - Bylting 26. júlí 19531. janúar 1959 
 - Núverandi stjórnarskrá 24. febrúar 1976 
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
104. sæti
109.884,01 km²
~0
Mannfjöldi
 - Samtals (2013)
 - Þéttleiki byggðar
70. sæti
11.210.064
102/km²
VLF (KMJ) áætl. 2004
 - Samtals 33.900 millj. dala (89. sæti)
 - Á mann 3.000 dalir (128. sæti)
Gjaldmiðill kúbverskur pesói (CUC)
Tímabelti UTC-5
Þjóðarlén .cu
Landsnúmer 53


HeitiBreyta

Ekki er vitað með vissu hver uppruni heitisins er. Helstu tilgátur eru að það sé komið úr frumbyggjamálinu Taino og leitt af Cubanacán (sem merkir "landið í miðjunni"), eða Cubao ("landið frjósama"[1]), eða frá styttingu af: Coa ("land / jörð") og Bana ("stóra") og merkir þá stóra land.[2]. Að lokum má nefna þá tilgátu að nafnið sé hreint ekki úr frumbyggjamáli heldur hafi einn úr áhöfn Kólumbusar talið sig ver komin til Cipango, í Asíu, Indlandi væntanlega[3].

SagaBreyta

Kúbverska byltinginBreyta

Aðalgrein: Byltingin á Kúbu

Tilgangurinn með byltingunni var sá að losna við einræðisherrann Fulgencio Batista. Bandaríkjamenn völdu Batista til að stjórna Kúbu og notuðu landið eins og þeim sýndist. Almenningur græddi ekkert á stanslausu peningastreymi Bandaríkjamanna inn í Kúbu og mikil fátækt ríkti í landinu.

Í dagBreyta

Enn ríkir viðskiptabann á milli Bandaríkjanna og Kúbu og hefur það verið í gildi frá árinu 1962. Kúba er enn þá kommúnistaríki en bróðir byltingarforingjans Fidel Castro, Raúl Castro, tók við sem forseti landsins þegar Fidel lét af völdum vegna heilsubrests. Fidel lést svo árið 2016. Á Kúbu er ríkisrekið velferðarkerfi. Skólasókn í grunnskóla er skylda og öll menntun er ókeypis. Velferðarkerfið felur í sér heilsu- og slysatryggingar, fæðingarorlof og eftirlaun. Heilbrigðisþjónusta er ókeypis fyrir sjúklinga. Aðgangur að læknum er góður[heimild vantar] en skortur hefur verið á lyfjum vegna viðskiptabannsins. Nú er aðgangur að lyfjum betri vegna þess að landið hefur þróað sinn eigin lyfjaiðnað. Stjórnvöld á Kúbu hafa verið gagnrýnd fyrir að vera ólýðræðisleg og brjóta mannréttindi með því að vakta, fangelsa og taka af lífi pólitíska mótmælendur.

Mikilvægasta tekjulind Kúbu alla tuttugustu öldina var útflutningur sykurs. Undanfarin ár hefur þó dregið verulega úr sykurútflutningnum. Fall kommúnismans og upplausn Sovétríkjanna hafði skelfilegar afleiðingar fyrir efnahag Kúbu. Landið var háð aðstoð og ódýrri olíu frá Sovétríkjunum. Sovétríkin niðurgreiddu einnig kúbverskan sykuriðnað með því að borga meira fyrir sykurinn en nam heimsmarkaðsverði. Tóbak frá Kúbu og kúbanskir vindlar álitið meðal þess besta í heimi. Ferðaþjónustan hefur eflst og landið hefur yfir að ráða mestu nikkelbirgðum heims. Samstarf og viðskipti við Suður-Ameríku og Evrópusambandið hafa aukist og landið kaupir ódýra olíu af Venesúela. Landið hefur einnig viðskipti við Kína.

TilvísanirBreyta

HeimildirBreyta