Míkrónesía (ríki)
Sambandsríki Míkrónesíu er eyríki í Suður-Kyrrahafi. Eyjarnar liggja norðaustan við Papúu Nýju-Gíneu, sunnan við Gvam og Maríanaeyjar, vestan við Nárú og Marshalleyjar og austan við Palá og Filippseyjar. Ríkið er í sérstöku sambandi við Bandaríkin. Fylkin eru (frá vestri til austurs): Yap, Chuuk, Pohnpei og Kosrae. Þau ná yfir samtals um 607 eyjar sem dreifast yfir meira en 2.600.000 ferkílómetra svæði í Kyrrahafi, rétt norðan við miðbaug. Höfuðborgin er Palikír á Pohnpei en stærsta borgin er Weno á Chuuk-rifi með um 14 þúsund íbúa.
Federated States of Micronesia | |
![]() |
![]() |
Fáni | Skjaldarmerki |
Kjörorð: Peace Unity Liberty | |
Þjóðsöngur: Patriots of Micronesia | |
![]() | |
Höfuðborg | Palikír |
Opinbert tungumál | enska |
Stjórnarfar | Sambandsríki
|
Forseti | Peter M. Christian |
Flatarmál - Samtals - Vatn (%) |
191. sæti 702 km² ~0 |
Mannfjöldi - Samtals (2013) - Þéttleiki byggðar |
192. sæti 106.104 158/km² |
VLF (KMJ) | áætl. 2011 |
- Samtals | 0,277 millj. dala (184. sæti) |
- Á mann | 3.000 dalir (146. sæti) |
Gjaldmiðill | Bandaríkjadalur |
Tímabelti | UTC+10 |
Þjóðarlén | .fm |
Landsnúmer | 691 |
Hvert fylki er með eina höfuðeyju og öll nema Kosrae eru með fjölda af smáeyjum og hringrifum í kring. Ríkið nær yfir hluta Karlseyja innan Míkrónesíu sem nær yfir þúsundir eyja sem margar eru undir stjórn annarra ríkja.
Fylkin voru áður hluti af Kyrrahafseyjaverndarsvæðinu í umsjá Bandaríkjanna frá 1946. Þau tóku upp stjórnarskrá 1979 og fengu sjálfstæði 1986 með sérstökum samningi um samband við Bandaríkin. Eyjarnar eru mjög háðar fjárhagsaðstoð frá Bandaríkjunum.
StjórnsýsluskiptingBreyta
Sambandsríkið er myndað úr fjórum fylkjum:
Fáni | Fylki | Höfuðstaður | Landstjóri | Stærð (km²) | Íbúafjöldi | Þéttleiki byggðar (á km²) |
---|---|---|---|---|---|---|
Chuuk | Weno | Johnson Elimo | 127 | 54.595 | 420 | |
Kosrae | Tofol | Lyndon Jackson | 110 | 9.686 | 66 | |
Pohnpei | Kolonia | John Ehsa | 345 | 34.685 | 98 | |
Yap | Colonia | Sebastian Anefal | 118 | 16.436 | 94 |
Fylkin skiptast svo í sveitarfélög.