Herculaneum
Herculaneum (á ítölsku Ercolano) var forn rómversk borg í Kampanía við Napolíflóa. Borgin grófst ásamt borginni Pompeii undir öskulagi í ágúst árið 79 þegar Vesúvíus gaus. Af þessum sökum eru rústir hennar vel varðveittar. Fornleifauppgröftur hefur farið fram á svæðinu á 20. og 21. öld og margar merkar minjar komið í ljós.
Árið 1981 fundust mannabein í Herculaneum og síðan þá hafa um 150 beinagrindur fundist. Herculaneum var lítil en auðug borg þegar gosið varð. Meðal þess sem hefur fundist er bókasafn, sem er nefnt Papýrusvillan, en mörg forn rit sem voru áður óþekkt fundust þar, meðal annars rit epikúrískra höfunda. Síðar kom í ljós að villan hafði áður verið í eigu Luciusar Calpurniusar Pisos Caesoninusar, tengdaföður Júlíusar Caesar.
Myndasafn
breytaTenglar
breytaWikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Herculaneum.