Pétur Guðmundsson

Pétur Karl Guðmundsson, fæddur 30. október 1958 í Reykjavík, var fyrsti íslenski körfuknattleiksmaðurinn til að ganga til liðs við NBA lið. Það var árið 1981 sem hann var valinn í þriðju umferð nýliðavalsins og samdi í kjölfarið við Portland Trail Blazers. Seinna lék hann með Los Angeles Lakers og San Antonio Spurs.

Pétur Guðmundsson
Petur Gudmundsson River Plate.jpg
Upplýsingar
Fullt nafn Pétur Karl Guðmundsson
Fæðingardagur 30. október 1958 (1958-10-30) (65 ára)
Fæðingarstaður    Reykjavík, Ísland
Hæð 2.18m
Háskólaferill
1977–1980 Washington
Meistaraflokksferill1
Ár Lið
1980
1980–1981
1981–1982
1982–1984
1984–1985
1985–1986
1986
1985–1986
1987–1989
1989–1990
1990
1990–1992
1992
1992–1993
Club Atlético River Plate
Valur
Portland Trail Blazers
Íþróttafélag Reykjavíkur
Sunderland Maestros
Tampa Bay Thrillers
Kansas City Sizzlers
Los Angeles Lakers
San Antonio Spurs
Sioux Falls Skyforce
New Haven Skyhawks
Tindastóll
Sioux Falls Skyforce
Breiðablik
Landsliðsferill2
Ár Lið Leikir
1978-1992 Ísland 53
Þjálfaraferill
1984
2000
2001–2002
2002
ÍR
Valur/Fjölnir
Kongsberg
Þór Akureyri

1 Meistaraflokksferill
síðast uppfærður 25. ágúst 2017.
2 Landsliðsleikir uppfærðir
25. ágúst 2017.

Pétur Guðmundsson með River Plate árið 1980.

Pétur, sem er 218 cm hár, var einnig atvinnumaður í Argentínu í stuttan tíma og einnig í Englandi.

Á Íslandi lék hann með Val, ÍR, Tindastóli og Breiðabliki, skoraði að meðaltali 21,7 stig í 82 leikjum. Hann lék 53 A-landsleiki, en megnið af sínum ferli var hann útilokaður frá landsliðinu samkvæmt reglum FIBA, rétt eins og aðrir atvinnumenn í íþróttinni.

Í byrjun árs 2001 var Pétur kjörinn leikmaður 20. aldarinnar í karlaflokki, og um leið leikmaður í liði aldarinnar. Pétur var tekinn inn í heiðurshöll ÍSÍ árið 2015.

Heimildir

breyta
  • Leikni framar líkamsburðum eftir Skapta Hallgrímsson, útg. Körfuknattleikssamband Íslands 2001
  • KKÍ.is

Tenglar

breyta