Forsetaræði er stjórnarfar þar sem þjóðhöfðingi með titilinn „forseti“ er jafnframt stjórnarleiðtogi. Forsetinn fer þannig með framkvæmdavaldið. Forsetaræði getur verið af ýmsum toga en oftast er slíkur forseti kosinn í almennum kosningum, takmarkanir gilda um það hversu lengi hann má sitja, hann skipar sjálfur ráðherra í ríkisstjórn sína og hann fer með neitunarvald gagnvart löggjafarvaldinu. Forseti getur einnig náðað dæmda sakamenn og veitt þeim uppreist æru. Dæmi um lönd þar sem er forsetaræði eru Bandaríkin, Mexíkó og flest lönd Rómönsku Ameríku, Indónesía, Filippseyjar, Angóla og mörg lönd í Afríku.

Forsetaþingræði er afbrigði af þessu kerfi þar sem forseti deilir ábyrgð á stjórnarathöfnum með forsætisráðherra. Dæmi um lönd þar sem er forsetaþingræði eru Rússland og Frakkland.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.