Varsjárbandalagið

Varsjárbandalagið
Aðildarríki Varsjárbandalagsins sjást hér rauð á kortinu.

Varsjárbandalagið var hernaðarbandalag Sovétríkjanna og nokkurra annarra kommúnistaríkja í Austur-Evrópu á tímum Kalda stríðsins. Það var stofnað að í Varsjá þann 14. maí 1955 að frumkvæði Nikita Krústsjov, þáverandi leiðtoga Sovétríkjanna. Bandalagið var hugsað sem svar við Atlantshafsbandalagi vesturveldanna sem stofnað var 1949. Sérstaklega var það innganga Vestur-Þýskalands í NATO sem varð kveikjan að stofnun Varsjárbandalagsins.

Varsjárbandalagið var formlega leyst upp hinn 1. júlí 1991.

MeðlimirBreyta

   Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.