Listahátíð í Reykjavík

listahátíð sem fram fer í Reykjavík annað hvert ár

Listahátíð í Reykjavík er listahátíð sem fram fer í Reykjavík annað hvert ár. Hún var stofnuð árið 1970 og var tvíæringur frá upphafi en á árunum 2005-2016 var hún haldin árlega. Frá árinu 2016 er hátíðin aftur orðin að tvíæringi. Næsta hátíð fer fram 1.-16. júní 2024.

Samtök um Listahátíð í Reykjavík voru stofnuð 10. mars 1969. Forsaga þess var að Vladimir Ashkenazy sem þá var búsettur á Íslandi og Ivar Eskeland, forstjóri Norræna hússins, höfðu hvatt til þess að í borginni yrði haldin alþjóðleg tónlistarhátíð annars vegar og norræn menningarhátíð hins vegar. Eftir viðræður Bandalags íslenskra listamanna, menntamálaráðherra og borgaryfirvalda, var ákveðið að sameina þessar hugmyndir og stofna til alþjóðlegrar Listahátíðar í Reykjavík sem var haldin í fyrsta sinn sumarið 1970.

Þúsundir listamanna hafa komið fram á Listahátíð í Reykjavík. Þar á meðal er Led Zeppelin, Jacqueline du Pré(en), Jóhannes S. Kjarval, Helgi Tómasson, Erró, Luciano Pavarotti, Ingmar Bergman, Madness(en), Dieter Roth, Björk, David Bowie.

Hátíðin stendur að verðlaununum Eyrarrósinni ásamt Byggðastofnun og Flugfélagi Íslands.

1978 til 1993 var Kvikmyndahátíð listahátíðar haldin í tengslum við hátíðina og var þá orðin elsta kvikmyndahátíð Norðurlanda.

Tenglar breyta

   Þessi menningargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.