29. október
dagsetning
Sep – Október – Nóv | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 | ||
2024 Allir dagar |
29. október er 302. dagur ársins (303. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 63 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
breyta- 1187 - Gregoríus 8. gaf út páfabulluna Audita tremendi og hvatti til Þriðju krossferðarinnar.
- 1268 - Eftir að Klemens 5. páfi dó tók næri þrjú ár að kjósa nýjan páfa. Það varð til þess að reglur um páfakjör voru hertar mjög.
- 1449 - Hundrað ára stríðið: Enska setuliðið í Rúðuborg gafst upp fyrir her Karls 7. Frakkakonungs.
- 1591 - Giovanni Antonio Facchinetti var kjörinn páfi sem Innósentíus 9.
- 1665 - Portúgalir sigruðu Kongóveldið í orrustunni við Mbwila og drápu konunginn Anton 1. af Kongó.
- 1787 - Óperan Don Giovanni eftir Wolfgang Amadeus Mozart var frumflutt í Prag.
- 1914 - Tyrkneski flotinn réðst á rússneskar hafnir við Svartahaf. Í kjölfar þess lýstu Rússar, Frakkar og Bretar stríði á hendur Tyrkjaveldi.
- 1919 - Alþýðublaðið kom út í fyrsta sinn. Fyrsti ritstjóri þess var Ólafur Friðriksson.
- 1922 - Í húsinu Grund, sem stóð við Kaplaskjólsveg í Reykjavík, var hafinn rekstur elliheimilis. Átta árum síðar var nýtt hús tekið í notkun fyrir starfsemina og hlaut það nafnið Elliheimilið Grund.
- 1925 - Einnar krónu og tveggja krónu peningar voru settir í umferð í fyrsta sinn, en áður hafði verið slegin 10 aura og 25 aura mynt.
- 1929 - Svarti þriðjudagurinn þegar hlutabréf á Wall Street hrundu sem aftur olli kreppunni miklu.
- 1936 - Raftækjaverksmiðjan Rafha var stofnuð á Íslandi.
- 1947 - Tyrkneska tímaritið Şalom hóf göngu sína í Istanbúl.
- 1964 - Julius Nyerere tók við embætti sem fyrsti forseti Tansaníu.
- 1986 - Margaret Thatcher opnaði formlega M25-hraðbrautina umhverfis London.
- 1988 - Leikjatölvan Sega Genesis kom út í Japan.
- 1990 - Ríkisstjórn Syse í Noregi féll vegna deilna um aðild Norðmanna að Evrópusambandinu.
- 1991 - Bandaríska geimfarið Galileo komst í námunda við loftsteininn 951 Gaspra.
- 1993 - Íslenska kvikmyndin Hin helgu vé var frumsýnd.
- 1994 - Francisco Martin Duran skaut tugum skota að Hvíta húsinu í Washington D.C.
- 1998 - Fellibylurinn Mitch gekk yfir Mið-Ameríku með þeim afleiðingum að um 18.000 fórust.
- 1999 - Odisha-fellibylurinn gekk yfir Indland með þeim afleiðingum að um 10.000 fórust.
- 2004 - Samningur um stjórnarskrá fyrir Evrópu var undirritaður. Honum var síðar hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslum í Frakklandi og Hollandi.
- 2005 - Sprengjutilræðin í Delí 2005: 61 létust og margir særðust þegar 3 öflugar sprengjur sprungu í Delí á Indlandi.
- 2008 - Danska flugfélagið Sterling Airways varð gjaldþrota.
- 2010 - Stöð 1 hóf útsendingar á Íslandi.
- 2010 - Nagoya-bókunin við Samning Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni var gerð í Japan.
- 2012 - Fellibylurinn Sandy gekk á land í Bandaríkjunum og skildi eftir sig slóð eyðileggingar, meðal annars í New York-borg og New Jersey.
- 2013 - Lestargöngin Marmaray undir Bospórus voru tekin í notkun.
- 2016 - Alþingiskosningar voru haldnar á Íslandi.
- 2018 - 189 fórust þegar Lion Air flug 610 hrapaði undan ströndum Jövu.
Fædd
breyta- 1507 - Fernardo Álvaro de Toledo, hertoginn af Alba, hinn illræmdi landstjóri Spánverja á Niðurlöndum.
- 1656 - Edmond Halley, enskur stjörnufræðingur (d. 1742).
- 1740 - James Boswell, skoskur rithöfundur og ævisagnaritari (d. 1795).
- 1819 - Hugh Andrew Johnston Munro, enskur fornfræðingur (d. 1885).
- 1879 - Franz von Papen, kanslari Þýskalands (d. 1969).
- 1897 - Joseph Goebbels, þýskur stjórnmálamaður og áróðursmeistari Hitlers (d. 1945).
- 1898 - Sigurður Einarsson í Holti, íslenskur prestur, rithöfundur og skáld (d. 1967).
- 1909 - Ivan Bek, júgóslavneskur knattspyrnumaður (d. 1963).
- 1910 - Hermann Lindemann, þýskur knattspyrnumaður og þjálfari Knattspyrnufélagsins Fram (d. 2002).
- 1910 - Alfred Jules Ayer, breskur heimspekingur (d. 1989).
- 1923 - Roy Lichtenstein, bandarískur myndlistarmaður (d. 1997).
- 1929 - Flosi Ólafsson, íslenskur leikari, leikstjóri og rithöfundur (d. 2009)
- 1938 - Ellen Johnson-Sirleaf, Líberíuforseti.
- 1943 - Wolfgang Kosack, þýskur egypskufræðingur.
- 1945 - Guðmundur Gunnarsson, formaður rafiðnaðarsambands Íslands.
- 1947 - Þorsteinn Pálsson, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1947 - Evert Ingólfsson, íslenskur leikari.
- 1951 - Einar Már Sigurðarson, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1954 - Hisao Sekiguchi, japanskur knattspyrnumaður.
- 1959 - John Magufuli, forseti Tansaníu (d. 2021).
- 1959 - Kuniharu Nakamoto, japanskur knattspyrnumaður.
- 1962 - Einar Örn Benediktsson, íslenskur tónlistarmaður.
- 1970 - Edwin van der Sar, hollenskur knattspyrnumaður.
- 1973 - Masakiyo Maezono, japanskur knattspyrnumaður.
- 1974 - Alexandre Lopes, brasilískur knattspyrnumaður.
- 1981 - Lene Alexandra, norsk fyrirsæta og söngkona.
- 1982 - Ásmundur Einar Daðason, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1983 - Vilhjálmur Árnason, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1988 - Kayne Vincent, nýsjálenskur knattspyrnumaður.
Dáin
breyta- 1783 - Jean le Rond d'Alembert, franskur stærðfræðingur, eðlisfræðingur og heimspekingur (f. 1713).
- 1897 - Henry George, bandarískur hagfræðingur (f. 1839).
- 1901 - Leon Czolgosz, bandarískur anarkisti (f. 1873).
- 1904 - Arnljótur Ólafsson, hagfræðingur og stjórnmálamaður (f. 1823).
- 1918 - Minik Wallace, grænlenskur drengur sem var fluttur til Bandaríkjanna (f. 1890).
- 1932 - Jón Stefánsson Filippseyjakappi, íslenskur hermaður og verslunarmaður (f. 1873).
- 1950 - Gústaf 5. Svíakonungur (f. 1858).
- 1957 - Louis B. Mayer, bandarískur kvikmyndamógúll og forstjóri Metro-Goldwyn-Mayer (MGM) (f. 1885).
- 1965 - Níels Dungal, íslenskur prófessor, 68 ára.
- 1985 - Einar Guðfinnsson, íslenskur athafnamaður (f. 1898).
- 1999 - Greg, belgískur myndasöguhöfundur (f. 1931).
- 2005 - Jón Jónsson, íslenskur jarðfræðingur (f. 1910).
- 2012 - Auður Laxness, íslensk handverkskona (f. 1918).