Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (f. 30. nóvember 1990(1990-11-30)) er íslenskur lögfræðingur og núverandi háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra Íslands. Hún er jafnframt 1. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður, fyrrverandi dómsmálaráðherra og fyrrum ritari Sjálfstæðisflokksins. Fór hún fram gegn sitjandi ritara flokksins Guðlaugi Þór Þórðarsyni á landsfundi flokksins 2016, Guðlaugur dró í framhaldi framboð sitt til baka. Áslaug tók þátt í sameiginlegu prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík 3. september 2016, þar sem hún lenti í 4. sæti á lista fyrir alþingiskosningar 2016. Í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík 4.-5. júní 2021, þar sem 7493 tóku þátt, lenti Áslaug naumlega í 2. sæti er hún beið í lægra haldi fyrir Guðlaugi Þór um oddvitasæti á lista flokksins fyrir Alþingiskosningar 2021, en aðeins 182 atkvæði skildu þau að.[1]

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (ÁslS)
Háskóla–, iðnaðar– og nýsköpunarráðherra Íslands
Núverandi
Tók við embætti
28. nóvember 2021
ForsætisráðherraKatrín Jakobsdóttir
Bjarni Benediktsson
Forverinýtt ráðuneyti
Dómsmálaráðherra Íslands
Í embætti
6. september 2019 – 28. nóvember 2021
ForsætisráðherraKatrín Jakobsdóttir
ForveriÞórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir
EftirmaðurJón Gunnarsson
Alþingismaður
frá til  kjördæmi    þingflokkur
2016 2021  Reykjavík n.  Sjálfstæðisfl.
2021    Reykjavík s.  Sjálfstæðisfl.
Persónulegar upplýsingar
Fædd30. nóvember 1990 (1990-11-30) (34 ára)
Reykjavík
StjórnmálaflokkurSjálfstæðisflokkurinn
Æviágrip á vef Alþingis

Áslaug Arna skipaði 2. sætið hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavíkurkjördæmi norður í Alþingiskosningunum 2016. Hún var formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis eftir að hún var kosin á þing. Áslaug var yngsti þingmaður sem var kjörinn á þing í Alþingiskosningunum 2016.

Áslaug skipaði sama sæti hjá Sjálfstæðisflokknum í Alþingiskosningum 2017. Í september árið 2019 var Áslaug útnefnd nýr dómsmálaráðherra Íslands og tók hún við því embætti þann 6. september af Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, sem hafði gegnt embættinu til bráðabirgða samhliða því að vera ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra frá afsögn Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra fyrr á árinu.[2][3]

Fyrir Alþingiskosningarnar 2021 skipaði Áslaug 1. sætið hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavíkurkjördæmi suður. Fór svo að Sjálfstæðisflokkurinn bætti við sig kjördæmakjörnum þingmanni í kjördæminu. Áslaug var í kjölfarið skipuð háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra við myndun aðrar ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur.[4]

Tilvísanir

breyta
  1. Ingvar (6. júní 2021). „Lokatölur: Guðlaugur Þór efstur“. Sjálfstæðisflokkurinn. Sótt 27. október 2021.
  2. Þór Steinarsson (5. september 2019). „Áslaug Arna næsti dóms­málaráðherra“. mbl.is. Sótt 7. september 2019.
  3. Birgir Þór Harðarson (5. september 2019). „Áslaug Arna verður dómsmálaráðherra“. RÚV. Sótt 7. september 2019.
  4. „Annað ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur skipað“. www.stjornarradid.is. Sótt 29. nóvember 2021.


Fyrirrennari:
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir
Dómsmálaráðherra Íslands
(6. september 201928. nóvember 2021)
Eftirmaður:
Jón Gunnarsson
Fyrirrennari:
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir
Vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
(28. nóvember 2021 –)
Eftirmaður:
Enn í embætti