Tékkóslóvakía (tékkneska: Československo) var land í Austur-Evrópu sem varð til við upplausn Austurríkis-Ungverjalands eftir fyrri heimsstyrjöld árið 1918. Árið 1938 varð Súdetaland hluti Þriðja ríkisins eftir München-samkomulagið og árið eftir lýsti Slóvakía yfir sjálfstæði en afgangnum af löndum Tékka var skipt milli Þýskalands og Ungverjalands. Fyrrum forseti Tékkóslóvakíu, Edvard Beneš, myndaði útlagastjórn sem sóttist eftir viðurkenningu bandamanna.

Tékkóslóvakía
Československo
Fáni Tékkóslóvakíu Skjaldarmerki Tékkóslóvakíu
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
Pravda vítězí (tékkneska)
Sannleikurinn sigrar
Þjóðsöngur:
Kde domov můj (tékkneska)

Nad Tatrou sa blýska (slóvakíska)
Staðsetning Tékkóslóvakíu
Höfuðborg Prag
Opinbert tungumál Tékkóslóvakíska, tékkneska og slóvakíska (frá 1948)
Stjórnarfar

Forseti
Nýtt ríki
 • Stofnun 28. október 1918 
 • München-sáttmálinn 30. september 1938 
 • Upplausn 14. mars 1939 
 • Endurstofnun 10. maí 1945 
 • Valdarán 25. febrúar 1948 
 • Hernám Sovétmanna 21. ágúst 1968 
 • Flauelsbyltingin 17. – 28. nóvember 1989 
 • Upplausn 1. janúar 1993 
Flatarmál
 • Samtals

127.876 km²
Mannfjöldi
 • Samtals (1991)
 • Þéttleiki byggðar

15,8 milljónir
123,557/km²
Gjaldmiðill Tékkóslóvakísk króna
Tímabelti UTC+1 (+2 á sumrin)
Þjóðarlén .cs

Þegar síðari heimsstyrjöld lauk árið 1945 var ákveðið að endurreisa Tékkóslóvakíu eins og hún var fyrir 1938, með þeirri undantekningu að Karpatíska Rútenía (austasti hluti landsins) varð hluti af Sovétlýðveldinu Úkraínu og þar með Sovétríkjunum. Árið 1948 framdi Kommúnistaflokkur Tékkóslóvakíu valdarán og breytti landinu í sósíalískt alþýðulýðveldi. Frá 1948 til 1989 var Tékkóslóvakía hluti af Austurblokkinni og bjó við áætlunarbúskap. Landið var hluti af COMECON og Varsjárbandalaginu í kalda stríðinu. Stjórn landsins samþykkti umbætur í frjálsræðisátt þegar vorið í Prag hófst 1968, en þeim var snúið við þegar rauði herinn gerði innrás. Árið 1989 var kommúnistastjórninni steypt af stóli í friðsamlegri byltingu sem var nefnd Flauelsbyltingin. Árið 1992 var landinu skipt í tvö ríki, Tékkland og Slóvakíu.

  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.