Opna aðalvalmynd

Aung San Suu Kyi er stjórnmálamaður frá Mjanmar sem áður hét Búrma. Hún er leiðtogi stjórnarmeirihlutans og leiðtogi National League for Democracy (NLD) í Mjanmar.

Aung San Suu Kyi
Remise du Prix Sakharov à Aung San Suu Kyi Strasbourg 22 octobre 2013-18.jpg
Ríkisráðgjafi Mjanmar
Núverandi
Tók við embætti
6. apríl 2016
Persónulegar upplýsingar
Fædd19. júní 1945
Rangoon, Búrma
MakiMichael Aris (1971-1999)
TrúarbrögðTheravada Búddismi
BörnKim og Alexander
HáskóliUniversity of Delhi
St Hugh's College, Oxford
University of London

1990 vann flokkur hennar, NLD, 52% atkvæða og 80% sæta á landsþinginu.[1] Fyrir kosningarnar var hún handtekin og sett í stofufangelsi. Henni var sleppt úr stofufangelsi 13. nóvember 2010, eftir 15 ára fangelsisvist yfir 21 árs tímabil.[2] Á meðan hún var í stofufangelsi fékk hún Sakharov-verðlaunin 1990[3] og friðarverðlaun Nóbels 1991.[4]

Í kosningunum 1. apríl 2012, þar sem kosið var um hluta þingsæta landsþingsins, var hún kosin í neðri deild þingsins fyrir fylkið Kawhmu. Flokkur hennar vann 43 af 45 lausum sætum í neðri deild þingsins.[5]

Í kosningunum 2015 vann NLD 85% atkvæða og 58% sæta á landsþinginu. Hún getur þó ekki sóst eftir forsetaembættinu því samkvæmt stjórnarskrá Búrma geta aðilar sem eiga ættingja með erlendan ríkisborgararétt ekki orðið forsetar landsins. Aung á tvo syni sem hafa báðir breskan ríkisborgararétt.[6]

Aung hefur verið ríkisstjórnarleiðtogi Mjanmar með titilinn „ríkisráðgjafi“ frá árinu 2016. Eftir að hún komst til valda hafa mannréttindahópar gagnrýnt hana fyrir að beita sér ekki gegn ofsóknum mjanmarska hersins á Róhingjum.

TilvísanirBreyta