Aung San Suu Kyi
Aung San Suu Kyi er stjórnmálamaður frá Mjanmar sem áður hét Búrma. Hún er leiðtogi stjórnarmeirihlutans og leiðtogi Lýðræðisfylkingarinnar (NLD) í Mjanmar.
Aung San Suu Kyi | |
---|---|
![]() Aung San Suu Kyi árið 2013 | |
Ríkisráðgjafi Mjanmar | |
Núverandi | |
Tók við embætti 6. apríl 2016 | |
Persónulegar upplýsingar | |
Fædd | 19. júní 1945 Jangún, Búrma |
Stjórnmálaflokkur | Lýðræðisfylkingin |
Maki | Michael Aris (1971-1999) |
Trúarbrögð | Theravada búddismi |
Börn | Kim og Alexander |
Háskóli | Háskólinn í Delí St Hugh's College, Oxford Lundúnaháskóli |
Undirskrift | ![]() |
1990 vann flokkur hennar, NLD, 52% atkvæða og 80% sæta á landsþinginu.[1] Fyrir kosningarnar var hún handtekin og sett í stofufangelsi. Henni var sleppt úr stofufangelsi 13. nóvember 2010, eftir 15 ára fangelsisvist yfir 21 árs tímabil.[2] Á meðan hún var í stofufangelsi fékk hún Sakharov-verðlaunin 1990[3] og friðarverðlaun Nóbels 1991.[4]
Í kosningunum 1. apríl 2012, þar sem kosið var um hluta þingsæta landsþingsins, var hún kosin í neðri deild þingsins fyrir fylkið Kawhmu. Flokkur hennar vann 43 af 45 lausum sætum í neðri deild þingsins.[5]
Í kosningunum 2015 vann NLD 85% atkvæða og 58% sæta á landsþinginu. Hún getur þó ekki sóst eftir forsetaembættinu því samkvæmt stjórnarskrá Búrma geta aðilar sem eiga ættingja með erlendan ríkisborgararétt ekki orðið forsetar landsins. Aung á tvo syni sem hafa báðir breskan ríkisborgararétt.[6]
Aung hefur verið ríkisstjórnarleiðtogi Mjanmar með titilinn „ríkisráðgjafi“ frá árinu 2016. Eftir að hún komst til valda hafa mannréttindahópar gagnrýnt hana fyrir að beita sér ekki gegn ofsóknum mjanmarska hersins á Róhingjum. Stjórnvöld Gambíu ákærðu árið 2019 Mjanmar í umboði Samtaka um íslamska samvinnu til Alþjóðadómstólsins í Haag fyrir meint þjóðarmorð hersins á Róhingjum. Í desember 2019 bar Aung vitni fyrir Alþjóðadómstólnum og neitaði því að mjanmarski herinn hefði framið þjóðarmorð.[7] Aung hefur viðurkennt að mjanmarski herinn kunni að hafa framið stríðsglæpi en hafnar því að um þjóðarmorð sé að ræða.[8]
TilvísanirBreyta
- ↑ Myanmar's 2015 landmark elections explained BBC
- ↑ Burma releases Aung San Suu Kyi BBC
- ↑ Aung San Suu Kyi receives Sakharov Prize, finally CNN
- ↑ Aung San Suu Kyi accepts Nobel peace price The guardian
- ↑ Myanmar confirms sweeping election victory for Suu Kyi's party CNN
- ↑ Aung San Suu Kyi's NLD wins historic majority in Myanmar election CNN
- ↑ Guðmundur Björn Þorbjörnsson (15. desember 2019). „Frelsishetja og friðarsinni ásökuð um þjóðarmorð“. RÚV. Sótt 23. janúar 2020.
- ↑ Kristján Róbert Kristjánsson (23. janúar 2020). „Vísar á bug ásökunum um þjóðarmorð“. RÚV. Sótt 23. janúar 2020.