Ósló

Höfuðborg Noregs
(Endurbeint frá Osló)

Ósló (eða Osló;[1] norska: Oslo) er höfuðborg Noregs. Þar bjuggu rúmlega 709 þúsund íbúar árið 2022 en 1,5 milljón á stórborgarsvæðinu. Fylkið, sveitarfélagið og bærinn heita öll Ósló. Borgin er vinabær Reykjavíkur. Borgarstjóri er Anne Lindboe. Fylkið Ósló er það fjölmennasta í landinu og er staðsett í landshlutanum Austurland.

Ósló
Svipmyndir
Svipmyndir
Fáni Óslóar
Opinbert innsigli Óslóar
Ósló er staðsett í Noregi
Ósló
Ósló
Hnit: 59°54′48″N 10°44′20″A / 59.91333°N 10.73889°A / 59.91333; 10.73889
Land Noregur
FylkiOslo
Stofnun1048
Stjórnarfar
 • BorgarstjóriAnne Lindboe (H)
Flatarmál
 • Borg480 km2
Mannfjöldi
 (2022)
 • Borg709.037
 • Þéttbýli
1.064.235
TímabeltiUTC+1 (CET)
 • SumartímiUTC+2 (CEST)
Póstnúmer
0001 – 1299
ISO 3166 kóðiNO-03
Vefsíðawww.oslo.kommune.no

Samkvæmt Heimskringlu byggðist svæðið við Akersána fyrst árið 1048 og var það fyrir tilstilli Haraldar Harðráða sem þá var konungur Noregs. Frá aldamótunum 1300 allt fram á nútíð hefur borgin verið höfuðborg landsins.

 
Akershusvirki

Eftir borgarbrunana árin 1567 og 1624 byggði Kristján 4. borgina upp á nýtt árið 1624 og lét hana heita Kristjaníu (no: Christiania og síðar Kristiania) og hét hún það allt til ársins 1925. Við ströndina lét Kristján konungur byggja Akershusvirki sem átti að vernda borgina gegn herfylkingum sem gætu komið sjóleiðina inn Óslóarfjörðinn.

 
Konungshöllin

Árið 1814 varð borgin höfuðborg Noregs því þá sundraðist samstarf Norðmanna og Dana. Á 19. öldinni blómstraði borgin og margar mikilfenglegar byggingar voru reistar, s.s. Konungshöllin, Háskólinn, Þinghúsið, Þjóðleikhúsið og fleiri.

Borgin og umhverfið

breyta
 
Ráðhúsið í Ósló

Borgin skiptist í 15 bæjarhluta; Alna, Bjerke, Frogner, Gamle Oslo, Grorud, Grünerløkka, Nordre Aker, Nordstrand, Sagene, St. Hanshaugen, Stovner, Søndre Nordstrand, Ullern, Vestre Aker og Østensjø. Hver bæjarhluti sér um hluta af þjónustuverkefnum sem borgin þarf að þjónusta íbúa með.

Í kring um Ósló eru fjöll og ásar, sá hæsti heitir Kjerkeberget og er 629 m.y.s. Á firðinum eru margar eyjar og eru ferjusamgöngur til þeirra.

Á Frogner er að finna Vigelandsgarðinn, en þar eru styttur eftir myndhöggvarann Gustav Vigeland. Meðal annars er þar að finna 14 metra háa styttu sem kallast Monolitten en hún sýnir gang lífsins. Styttan er skorin út úr einum granít-steini. Víkingaskipasafnið er á eyjunni Bygdö, þar eru heilleg víkingaskip: Gauksstaðaskipið og Ásubergsskipið.

Menning

breyta
 
Þjóðleikhúsið

Norwegian Wood-tónlistarhátíðin er haldin ár hvert á Frogner og margir af þekktustu tónlistarmönnum heims koma þar fram. Oslo Horse Show er einnig haldið á hverju ári, en það er stór hestasýning og -keppni sem haldin er í Oslo Spektrum-fjölnotahúsinu í miðborg Óslóar. Oslo Spektrum er ýmist notað undir tónleikahald, ísdanssýningar auk þess sem húsið hefur marga aðra möguleika í sýninga- og ráðstefnuhaldi.

Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva var haldin í Ósló árið 1996 vegna þess að Noregur vann keppnina ári fyrr með Secret Garden með laginu Nocturne með í Point Theatre í Dublin, Írlandi. Keppnin, 1996 var haldin í Oslo Spektrum í Ósló. Keppnin var svo aftur haldin í Ósló árið 2010 í Telenor Arena í Ósló.

Þekkt fólk frá Ósló

breyta

Íþróttir

breyta

Holmenkollbakken er þekkt skíðasvæði sem er í hlíðum borgarinnar og sést víða að. Þar hafa verið haldin mörg alþjóðleg mót.

Helstu knattspyrnuliðin eru Vålerenga, Lyn og Skeid. Ullevål-völlurinn er heimavöllur norska landsliðsins í knattspyrnu.

Íshokkíliðin eru Vålerenga Ishockey og Manglerud Star. Oslo Spektrum er höll notuð fyrir íshokkí og handbolta.

Vetrarólympíuleikarnir 1952 voru haldnir í Ósló. Á veturna er vinsælt að fara á gönguskíði í skógunum í kring, auk þess sem skautahlaup er iðkað á ísilögðum fótboltavöllum út um alla borg og á vötnum í skógunum.

Tilvísanir

breyta
  1. Málfarsbanki Árnastofnunar: "Hefð er fyrir því í íslensku að rita Ósló (ef. Óslóar) eða Osló (ef. Oslóar) fyrir norsku borgina Oslo."

Tengill

breyta