Kirgistan

Kirgistan er strandlaust ríki í Mið-Asíu með landamæri að Kína, Kasakstan, Tadsikistan og Úsbekistan. Kirgistan var Sovétlýðveldi til 1991 þegar landið fékk sjálfstæði. Forseti landsins, Askar Akajev, sagði af sér 4. apríl 2005 í kjölfar túlípanabyltingarinnar. Eftirmaður hans, Kurmanbek Bakiyev, neyddist einnig til að segja af sér og flýja land í kjölfar blóðugra uppþota árið 2010. Eins fór með forsetann Sooronbay Jeenbekov, sem sagði af sér eftir fjöldamótmæli árið 2020.[2]

Кыргыз Республикасы
(Kyrgyz Respublikasy)
Кыргызская республика
(Kyrgyzskaya respublika)
Fáni Kirgistans Skjaldarmerki Kirgistans
Fáni Skjaldarmerki
Þjóðsöngur:
Þjóðsöngur Kirgistan
Staðsetning Kirgistans
Höfuðborg Bishkek
Opinbert tungumál kirgisíska, rússneska
Stjórnarfar lýðveldi

Forseti Sadyr Japarov (starfandi)
Forsætisráðherra Sadyr Japarov[1]
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
86. sæti
199.900 km²
3,6
Mannfjöldi
 - Samtals (2012)
 - Þéttleiki byggðar
110. sæti
5.551.900
28/km²
VLF (KMJ) áætl. 2011
 - Samtals 13.125 millj. dala (134. sæti)
 - Á mann 2.372 dalir (139. sæti)
Gjaldmiðill som (KGS)
Tímabelti UTC+5
Þjóðarlén .kg
Landsnúmer 996

Héruð í KirgistanBreyta

Kirgistan skiptist í sjö héruð sem héraðsstjórar stjórna. Höfuðborgin, Bishkek, og önnur stærsta borgin, Osh, eru sjálfstæðar með sömu stjórnsýslulegu stöðu og héruðin.

Héruðin og sjálfstjórnarborgirnar eru:

 1. Borgin Bishkek
 2. Batken
 3. Chuy
 4. Jalal-Abad
 5. Naryn
 6. Osh
 7. Talas
 8. Issyk-Kul
 9. Borgin Osh

Hvert hérað skiptist í nokkur umdæmi (raion) með umdæmisstjórum sem ríkisstjórnin skipar. Sveitahéruð (ayıl ökmötü) með allt að 20 smáþorpum hafa sinn eigin kjörna sveitarstjóra og sveitarstjórn.

TilvísanirBreyta

 1. [1]
 2. „For­seti Kirg­ist­an seg­ir af sér“. mbl.is. 15. október 2020. Sótt 16. október 2020.
   Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.