Þessar bæjarstjórnarkosningar á Akureyri fóru fram 26. maí. Alþýðuflokkurinn tapaði töluverðu fylgi og tveimur fulltrúum og því féll meirihlutinn. Sjálfstæðismenn stofnuðu til nýs meirihlutasamstarfs með Alþýðubandalagi. Halldór Jónsson var ráðinn bæjarstjóri.[1]
Þessar hreppsnefndarkosningar á Bakkafirði fóru fram 26. maí. Kosningin var óhlutbundin. 69 greiddu atkvæði af 91 eða 75,8%. Einn seðill var auður eða ógildur.[2]
Á kjörskrá voru 9963.
Greidd atkvæði voru 8530. Auðir og ógildir seðlar voru 107.
Þessar bæjarstjórnarkosningar í Hafnarfirði fóru fram 26. maí. Alþýðuflokkurinn fékk hreinan meirihluta í þessum kosningum, í fyrsta sinn síðan árið 1950. Að kosningum loknum áttu Alþýðuflokkurinn og Alþýðubandalagið í óformlegum viðræðum um áframhaldandi meirihlutasamstarf, en enginn samstarfsflötur fannst í þessum viðræðum. Alþýðuflokkurinn sat því einn í meirihluta á þessu kjörtímabili.
Guðmundur Árni Stefánsson var endurráðinn bæjarstjóri og Jóna Ósk Guðjónsdóttir var kosin forseti bæjarstjórnar.[4]
Guðmundur Árni var skipaður heilbrigðis- og tryggingaráðherra 14. júní1993.[5] Hann lét því af starfi bæjarstjóra en sat áfram sem bæjarfulltrúi til loka kjörtímabilsins.[6]
Við embætti bæjarstjóra tók Ingvar Viktorsson[7] og gegndi hann starfinu út kjörtímabilið.[8]
Þessar bæjarstjórnarkosningar í Kópavogi fóru fram 26. maí. B-listi og D-listi mynduðu meirihluta. Sigurður Geirdal bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins var kjörinn bæjarstjóri, í fyrsta sinn síðan 1955 að bæjarfulltrúi varð jafnframt bæjarstjóri.
Sjálfstæðisflokkurinn hélt meirihluta sínum og hélt Davíð Oddsson áfram borgarstjórastólnum. Í borgarstjórnarkosningunum 1994 sameinuðust allir flokkarnir úr minnihlutanum yfir í einn flokk, Reykjavíkurlistann sem að myndaði meirihluta og vann sigur á Sjálfstæðisflokknum.