Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (stundum nefnd Alþjóðaheilbrigðisstofnunin; enska: World Health Organization, WHO) er sérhæfð stofnun innan Sameinuðu þjóðanna sem samræmir aðgerðir á sviði alþjóðlegra heilbrigðismála. WHO var stofnað 7. apríl 1948 og er með höfuðstöðvar í Genf í Sviss. Hjá stofnuninni starfa um 7000 manns í 150 löndum. Framkvæmdarstjórinn er Tedros Adhanom.
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin | |
---|---|
Skammstöfun | WHO |
Stofnun | 1948 |
Gerð | Alþjóðleg heilbrigðisstofnun |
Höfuðstöðvar | Genf, Sviss |
Hnit | 46°13′56″N 06°08′03″A / 46.23222°N 6.13417°A |
Framkvæmdastjóri | Tedros Adhanom (síðan 2017[1]) |
Móðurfélag | Efnahags- og félagsmálaráð Sameinuðu þjóðanna |
Vefsíða | www.who.int |
Starfsemi
breytaWHO er stjórnunar og samhæfingar yfirvald á alþjóðlegum grundvelli inn í Sameinuðu Þjóða kerfinu. WHO gerir það með því að vera leiðandi í málefnum sem skipta heilbrigði miklu máli og taka þátt í sameiginlegum aðgerðum þar sem þess er þörf. Með því að móta rannsóknar markmið og örva framleiðslu, þýðingu og dreifingu verðmætrar þekkingar. Með því að setja staðla og viðmið, fylgjast með og efla innleiðingu þeirra. Fylgjast með heilbrigðisástandi og meta stefnu heilbrigðismála. WHO gefur út árlega skýrslu, World Health Report. WHO er leiðandi afli í baráttunni við sjúkdóma. Stofnunin hefur starfað með UN AIDS og komið í veg fyrir 50% nýrra smita hjá fólki á aldrinum 15-24 ára. Stofnunin hefur einnig átt stóran þátt í að finna mótefni við Malaríu og komið í veg fyrir ótímabæran dauða hjá óléttum konum og ungum börnum. Með hjálp WHO hefur þeim sem hafa dáið úr lungnabólgu fækkað um 40% á árunum 1990-2010.
Umsvif
breytaWHO starfar með öllum aðildarríkjum SÞ til að stuðla að bættu heilbrigði og þróun innan aðildarríkjanna. WHO starfar með ríkisstjórnum aðildarríkjanna og öðrum aðilum í að framfylgja heilbrigðisstefnum þessara ríkja sem og sameiginlegum skuldbindingum stjórnar WHO.
Fjármagn
breytaMiklar endurbætur eru að verða hjá WHO til þess að tryggja það að stofnunin sé vel í stakk búin til þess að takast á við sí flóknari áskoranir tuttugustu og fyrstu aldarinnar í heilbrigðismálum. Fjárheimildir WHO árið 2015 voru $5 miljarðar.
Viðfangsefni
breytaStærsta áskorun WHO árið 2016 var zika-vírusinn. WHO hefur komið af stað alþjóðlegri viðbragðsáætlun- og sameiginlegum viðbragðshópi til að leiða svar alþjóðasamfélagsins við útbreiðslu vírusins. Heilbrigðisyfirvöld hafa greint zika-vírusinn í fimm heimsálfum, Evrópu, Norður- og Suður Ameríku, Asíu og Afríku.
Helsta viðfangsefni Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar frá árinu 2020 hefur verið kórónaveirufaraldur sjúkdómsins COVID-19 sem átti upptök sín í Wuhan í Kína í lok ársins 2019. Stofnunin lýsti yfir heimsfaraldri vegna veirunnar þann 11. mars 2020.[2] Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið gagnrýninn á stofnunina fyrir viðbrögð hennar við veirufaraldrinum. Meðal annars hefur hann sakað stofnunina að förlast að senda sérfræðinga í læknavísindum til Kína við upphaf faraldursins og hafa þannig mistekist að koma í veg fyrir útbreiðslu hans.[3] Þann 30. maí tilkynnti Trump að Bandaríkin hygðust slíta öll tengsl við WHO og hætta að fjármagna stofnunina.[4]
Tenglar
breytaTilvísanir
breyta- ↑ Davíð Roach Gunnarsson; Þórunn Elísabet Bogadóttir (24. mars 2019). „Yfirmaður WHO er eþíópískur sérfræðingur í malaríu“. RÚV. Sótt 15. maí 2019.
- ↑ Fanndís Birna Logadóttir (11. mars 2020). „COVID-19 flokkaður sem heimsfaraldur“. Fréttablaðið. Sótt 5. júní 2020.
- ↑ Hjörvar Ólafsson (14. apríl 2020). „Trump stöðvar greiðslur Bandaríkjanna til WHO“. Fréttablaðið. Sótt 15. apríl 2020.
- ↑ Markús Þ. Þórhallsson (30. maí 2020). „Bandaríkin slíta á tengsl við WHO“. RÚV. Sótt 5. júní 2020.