Bakú (aserbaídsjanska: Bakı) er höfuðborg og stærsta borg Aserbaídsjan. Bakú nútímans samanstendur af þremur borgarhlutum, innri hlutanum, uppgangsbænum og Sóvéthlutanum. Árið 2020 var áætlaður íbúafjöldi borgarinnar 2,3 milljón manns. Bakú er austast í Aserbaídsjan og er á skaga út í Kaspíahaf. Þar er unnin mikil olía. Í Bakú eru margar frægar byggingar eins og Flame towers og stóri sjónvarpsturninn. Innri bærinn er á minjalista UNESCO. Í Bakú var Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva haldin árið 2012 í Kristalhöllinni.

Staðsetning Bakú innan Aserbaídsjan.
Svipmyndir.
  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.