Íslensku bókmenntaverðlaunin
Íslensku bókmenntaverðlaunin eru verðlaun sem veitt eru þremur bókum ár hvert. Árið 2013 bættist þriðji flokkurinn við, flokkur íslenskra barnabóka. Áður höfðu verðlaunin verið veitt í tveim flokkum, flokki fagurbókmennta og í flokki fræðirita og rita almenns efnis. Verðlaunin voru sett á stofn af Félagi íslenskra bókaútgefenda í tilefni af hundrað ára afmæli félagsins árið 1989. Fimm bækur eru tilnefndar í hverjum flokki og eru tilnefningarnar kynntar í byrjun desember en verðlaunin sjálf eru ekki veitt fyrr en í janúar. Vegna þess að tilnefningarnar koma í miðju jólabókaflóðinu eru þær mikið notaðar við markaðssetningu þeirra bóka sem þær hljóta.
Val bóka sem tilnefndar eru fer þannig fram að Félag íslenskra bókaútgefenda skipar dómnefndir í hvorum flokki sem velja úr þeim bókum sem lagðar eru fram til tilnefningar af bókaútgefendum. Lokadómnefnd er skipuð af formönnum dómnefnda og einum sem forseti Íslands tilnefnir og er sá jafnframt formaður dómnefndar.
Handhafar bókmenntaverðlaunannaBreyta
2020Breyta
- Elísabet Jökulsdóttir, Aprílsólarkuldi
- Arndís Þórarinsdóttir og Hulda Sigrún Bjarnadóttir, Blokkin á heimsenda
- Sumarliði R. Ísleifsson, Í fjarska norðursins: Ísland og Grænland - viðhorfasaga í þúsund ár.
2019Breyta
- Sölvi Björn Sigurðsson, Selta – Apókrýfa úr ævi landlæknis
- Bergrún Íris Sævarsdóttir, Langelstur að eilífu
- Jón Viðar Jónsson, Stjörnur og stórveldi á leiksviðum Reykjavíkur 1925-1965
2018Breyta
- Hörður Kristinsson, Þóra Ellen Þórhallsdóttir og Jón Baldur Hlíðberg, Flóra Íslands -Blómplöntur og byrkingar
- Sigrún Eldjárn, Silfurlykillinn
- Hallgrímur Helgason, Sextíu kíló af sólskini
2017Breyta
- Kristín Eiríksdóttir, Elín, ýmislegt
- Unnur Jökulsdóttir, Undur Mývatns: um fugla, flugur, fiska og fólk
- Áslaug Jónsdóttir, Rakel Hemsdal og Kalle Güettler, Skrímsli í vanda
2016Breyta
- Auður Ava Ólafsdóttir, Ör
- Ragnar Axelsson, Andlit norðursins
- Hildur Knútsdóttir, Vetrarhörkur
2015Breyta
- Einar Már Guðmundsson, Hundadagar
- Gunnar Þór Bjarnason, Þegar siðmenningin fór fjandans til - Íslendingar og stríðið mikla 1914-1918
- Gunnar Helgason, Mamma klikk!
2014Breyta
- Ófeigur Sigurðsson, Öræfi
- Snorri Baldursson, Lífríki Íslands: vistkerfi lands og sjávar
- Bryndís Björgvinsdóttir, Hafnfirðingabrandarinn
2013Breyta
- Sigurjón Birgir Sigurðsson, Mánasteinn - drengurinn sem aldrei var til
- Guðbjörg Kristjánsdóttir, Íslenska teiknibókin
- Andri Snær Magnason, Tímakistan
2012Breyta
- Eiríkur Örn Norðdahl, Illska
- Gunnar F. Guðmundsson, Pater Jón Sveinsson - Nonni
2011Breyta
- Guðrún Eva Mínervudóttir, Allt með kossi vekur
- Páll Björnsson, Jón forseti allur? Táknmyndir þjóðhetju frá andláti til samtíðar
2010Breyta
- Gerður Kristný, Blóðhófnir.
- Helgi Hallgrímsson, Íslenskir sveppir og sveppafræði.
2009Breyta
- Guðmundur Óskarsson, Bankster
- Helgi Björnsson, Jöklar á Íslandi
2008Breyta
- Einar Kárason, Ofsi
- Þorvaldur Kristinsson, Lárus Pálsson leikari
2007Breyta
- Sigurður Pálsson, Minnisbók
- Þorsteinn Þorsteinsson, Ljóðhús. Þættir um skáldskap Sigfúsar Daðasonar
2006Breyta
- Ólafur Jóhann Ólafsson, Aldingarðurinn
- Andri Snær Magnason, Draumalandið - sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð
2005Breyta
- Jón Kalman Stefánsson, Sumarljós og svo kemur nóttin
- Kristín B. Guðnadóttir, Gylfi Gíslason, Arthur Danto, Matthías Johannessen og Silja Aðalsteinsdóttir, Kjarval
2004Breyta
- Auður Jónsdóttir, Fólkið í kjallaranum
- Halldór Guðmundsson, Halldór Laxness
2003Breyta
- Ólafur Gunnarsson, Öxin og jörðin
- Guðjón Friðriksson, Jón Sigurðsson, ævisaga II
2002Breyta
- Ingibjörg Haraldsdóttir, Hvar sem ég verð
- Páll Hersteinsson og Pétur M. Jónasson, Þingvallavatn
2001Breyta
- Hallgrímur Helgason, Höfundur Íslands
- Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, Björg
2000Breyta
- Gyrðir Elíasson, Gula húsið
- Guðmundur Páll Ólafsson, Hálendið í náttúru Íslands
1999Breyta
- Andri Snær Magnason, Sagan af bláa hnettinum
- Páll Valsson, Jónas Hallgrímsson
1998Breyta
- Thor Vilhjálmsson, Morgunþula í stráum
- Hörður Ágústsson, Íslensk byggingararfleifð I: ágrip af húsagerðarsögu 1750-1940
1997Breyta
- Guðbergur Bergsson, Faðir og móðir og dulmagn bernskunnar: skáldævisaga
- Guðjón Friðriksson, Einar Benediktsson
1996Breyta
- Böðvar Guðmundsson, Lífsins tré
- Þorsteinn Gylfason, Að hugsa á íslensku
1995Breyta
- Steinunn Sigurðardóttir, Hjartastaður
- Þór Whitehead, Milli vonar og ótta
1994Breyta
- Vigdís Grímsdóttir, Grandavegur 7
- Silja Aðalsteinsdóttir, Skáldið sem sólin kyssti : ævisaga Guðmundar Böðvarssonar
1993Breyta
- Hannes Pétursson, Eldhylur
- Jón G. Friðjónsson, Mergur málsins : íslensk orðatiltæki: uppruni, saga og notkun
1992Breyta
- Þorsteinn frá Hamri, Sæfarinn sofandi
- Vésteinn Ólason, Sverrir Tómasson og Guðrún Nordal, Bókmenntasaga I
1991Breyta
- Guðbergur Bergsson, Svanurinn
- Guðjón Friðriksson, Bærinn vaknar 1870-1940
1990Breyta
- Fríða Á. Sigurðardóttir, Meðan nóttin líður
- Hörður Ágústsson, Skálholt: kirkjur
1989Breyta
- Stefán Hörður Grímsson, Yfir heiðan morgun: ljóð '87-'89