Kryddsíld (sjónvarpsþáttur)

Kryddsíld er viðtalsþáttur sem sendur er út á Stöð 2 um hver áramót (gamlársdag) og er í umsjón fréttastofu stöðvarinnar. Í þáttinn mæta stjórnmálamenn saman og svara spurningum fréttamanns stöðvarinnar. Yfirleitt er þátturinn á fremur léttum nótum þar sem farið er yfir helstu hitamál stjórnmálanna á liðnu ári. Þátturinn hóf göngu sína á útvarpsstöðinni Bylgjunni áramótin 1990 en frá 1991 var hann sendur út í sjónvarpinu. Árið 2008 varð að ljúka útsendingu vegna aðgerða mótmælenda, sem t.d. brenndu sundur kapal sem lá frá útsendingarbíl inn á Hótel Borg. [1]

Þættirnir

breyta
Ártal Umsjónarmenn Forsætisráðherra Tökustaður Flokkar Viðmælendur
1991 Elín Hirst og Sigursteinn Másson Davíð Oddson (ekki viðstaddur) Hótel Borg Framsóknarflokkurinn, Alþýðubandalagið, Sjálfstæðisflokkurinn, Kvennalistinn og Alþýðuflokkurinn (5 flokkar) Friðrik Sophusson (D), Jón Baldvin Hannibalsson (A), Kristín Einarsdóttir (V), Ólafur Ragnar Grímsson (G), Steingrímur Hermannsson (B)
1992 Elín Hirst og Sigmundur Ernir Rúnarsson Davíð Oddsson Perlan Framsóknarflokkurinn, Alþýðubandalagið, Sjálfstæðisflokkurinn, Kvennalistinn og Alþýðuflokkurinn (5 flokkar) Anna Ólafsdóttir Björnsdóttir (V), Davíð Oddsson (D), Jón Baldvin Hannibalsson (A), Ólafur Ragnar Grímsson (G), Steingrímur Hermannsson (B)
1993 Elín Hirst og Sigmundur Ernir Rúnarsson Davíð Oddsson Hótel Borg Framsóknarflokkurinn, Alþýðubandalagið, Sjálfstæðisflokkurinn, Kvennalistinn og Alþýðuflokkurinn (5 flokkar) Davíð Oddsson (D), Steingrímur Hermannsson (B), Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (V), Ólafur Ragnar Grímsson (G), Jón Baldvin Hannibalsson (A)
1994
1995
1996
1997
1998
1999
2000
2001
2002
2003
2004
2005
2006
2007
2008
2009
2010
2011
2012
2013 Heimir Már Pétursson og Lóa Pind Aldísardóttir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
2014 Heimir Már Pétursson og Lóa Pind Aldísardóttir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Myndver Stöðvar 2
2015 Fanney Birna Jónsdóttir og Logi Bergmann Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Harpa
2016 Logi Bergmann og Telma Tómasson Sigurður Ingi Jóhannesson Harpa
2017 Heimir Már Pétursson og Telma Tómasson Katrín Jakobsdóttir Perlan
2018 Erla Björg Gunnarsdóttir og Heimir Már Pétursson Katrín Jakobsdóttir Vinnustofa Kjarvals
2019 Hrund Þórsdóttir og Þórir Guðmundsson Katrín Jakobsdóttir Vinnustofa Kjarvals
2020 Erla Björg Gunnarsdóttir og Þórir Guðmundsson Katrín Jakobsdóttir Sjáland
2021 Erla Björg Gunnarsdóttir og Snorri Másson Katrín Jakobsdóttir Hótel Borg

Nafnið

breyta

Heiti þáttarins má rekja til misskilnings sem kom fyrst fram í smágrein í Morgunblaðinu 13. janúar 1981 (sjá hér) þar sem tekin var upp frétt úr Berlingske Tidende um að forseta Íslands, Vigdísi Finnbogadóttur, og Margréti Þórhildi Danadrottningu, hefði verið boðið í krydsild. Krydsild er í dönsku bein þýðing á enska orðinu crossfire sem merkir „skothríð úr báðum áttum“ og er notað yfir viðtöl þar sem tveir eða fleiri viðmælendur eru spurðir „í kross“ af blaðamanni eða -mönnum. Í greininni í Morgunblaðinu hafði blaðamaður, sem ekki var sleipur í dönsku, skilið það þannig að þjóðhöfðingjunum hefði verið boðið í „kryddsíldarveislu“. Mistökin urðu frægt dæmi um meinlega þýðingarvillu í dagblöðum.

Orðið „kryddsíld“ er stundum notað yfir sams konar viðtalsþætti á öðrum stöðvum og í íslenskri umfjöllun um slíka þætti erlendis.

Tilvísanir

breyta
  1. Visir.is[óvirkur tengill]