Neslistinn er framboðslisti á Seltjarnarnesi. Bæjarmálafélag Seltjarnarness var stofnað 23. apríl 1990. Félagið er fyrsta bæjarmálafélag í sveitarfélögum landsins. Síðan hefur félagshyggjufólk víða um land fylgt fordæmi þess.

Merki Neslistans
Merki Neslistans

Bæjarmálafélag Seltjarnarness hefur boðið fram Neslistann sveitarstjórnarkosninga síðan 1990. Í kosningunum 1990 hlaut listinn 34,4% atkvæða og tvo fulltrúa í bæjarstjórn. Kjörtímabilið á eftir, 1994, hlaut listinn 45,7% og þrjá fulltrúa í bæjarstjórn. Árið 1998 fékk Neslistinn 34,7% og tvo fulltrúa í bæjarstjórn. Í kosningunum 2002 hlaut Neslistinn 39,7% atkvæða og þrjá fulltrúa í bæjarstjórn. Í kosningum árið 2006 hlaut framboðið 32,8% atkvæða og tvo fulltrúa í bæjarstjórn.

Bæjarfulltrúar frá stofnun hafa verið: Siv Friðleifsdóttir, Guðrún Katrín Þorbergsdóttir, Katrín Pálsdóttir, Eggert Eggertsson, Högni Óskarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Árni Einarsson.

Sjá einnig breyta

Tengill breyta