Skógræktin

(Endurbeint frá Skógrækt ríkisins)

Skógræktin er íslensk ríkisstofnun sem heyrir undir umhverfis- og auðlindaráðuneytið og vinnur að þróun skógræktar á Íslandi samkvæmt lögum um skógrækt.

Skógræktin var stofnuð með lögum árið 1907 og heyrði upphaflega undir ráðherra Íslands. Árið 1940 var hún flutt undir landbúnaðarráðuneytið og síðar undir umhverfisráðuneytið. Þá var farið að tala um Skógrækt ríkisins. Árið 1990 var aðalskrifstofa stofnunarinnar flutt frá Reykjavík til Egilsstaða. Hinn 1. júlí 2016 varð núverandi stofnun til, Skógræktin, við sameiningu Skógræktar ríkisins og fimm lítilla stofnana sem sáu um landshlutaverkefni í skógrækt, hver í sínum landshluta. Þetta voru Héraðs- og Austurlandsskógar, Suðurlandsskógar, Vesturlandsskógar, Skjólskógar á Vestfjörðum og Norðurlandsskógar.

HlutverkBreyta

Skógræktin er þekkingar-, þróunar- og þjónustuaðili sem vinnur með og fyrir stjórnvöld, almenning og aðra hagsmunaaðila að rannsóknum, þróun, ráðgjöf og þekkingarmiðlun á sviði skógræktar. Stofnunin er í forsvari fyrir Íslands hönd í erlendu samstarfi á sviði skógræktar. Yfirmaður skógræktarinnar er skógræktarstjóri. Núverandi skógræktarstjóri er Þröstur Eysteinsson.

TenglarBreyta