Kúveit (arabíska دولة الكويت‎) er land við strönd Persaflóa með landamæri að Írak og Sádí-Arabíu. 90% útflutningstekna koma af olíu. Íbúafjöldi landsins var talinn vera um 4 milljónir árið 2014 en innan við helmingur íbúa eru kúveiskir ríkisborgarar. Yfir helmingur íbúa eru erlendir verkamenn og innflytjendur.

دولة الكويت
Dawlat al Kuwayt
Fáni Kúveit Skjaldarmerki Kúveit
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
Fyrir Kúveit
Þjóðsöngur:
Al-Nasheed Al-Watani
Staðsetning Kúveit
Höfuðborg Kúveitborg
Opinbert tungumál arabíska
Stjórnarfar Þingbundin konungsstjórn

Emír
Krónprins
Forsætisráðherra
Sabah al-Sabah
Nawaf al-Sabah
Jaber Al-Hamad al-Sabah
Sjálfstæði
 - frá Bretlandi 19. júní 1961 
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
157. sæti
17.820 km²
0
Mannfjöldi
 - Samtals (2014)
 - Þéttleiki byggðar
140. sæti
4.044.500
200/km²
VLF (KMJ) áætl. 2011
 - Samtals 163,671 millj. dala (58. sæti)
 - Á mann 58.080 dalir (5. sæti)
Gjaldmiðill kúveiskur dínar (KWD)
Tímabelti UTC+3
Þjóðarlén .kw
Landsnúmer 965

Til eru menjar um byggð í Kúveit frá Ubaid-tímabilinu (um 6000-3800 f.Kr.). Elstu merki um siglingar með seglum hafa fundist þar. Árið 224 varð Kúveit hluti af veldi Sassanída en árið 633 sigraði Rasídakalífatið Sassanída í Keðjuorrustunni við borgina Kazima í Kúveit. Kúveitborg var stofnuð árið 1613. Árið 1716 settist ættbálkurinn Bani Utbah þar að og um miðja öldina var Sabah bin Jaber kjörinn sjeik. Á 18. öld blómstraði Kúveit sem miðstöð siglinga og verslunar milli Indlands, Múskat, Bagdad og Arabíu. Kúveitborg varð líka miðstöð skipasmíða við Persaflóa. Á síðari hluta 19. aldar var Kúveitborg kölluð „Marseille Persaflóa“. Í upphafi 20. aldar beittu Bretar landið viðskiptaþvingunum vegna stuðnings sjeiksins við Tyrkjaveldi og árið 1919 hóf Ibn Sád stríð Kúveits og Najd þar sem hann vildi leggja landið undir sig. Eftir Síðari heimsstyrjöld blómstraði Kúveit á ný vegna olíuútflutnings og þótti bera af öðrum arabalöndum í frjálslyndum viðhorfum. Árið 1990 gerði Írak innrás sem hratt Fyrra Persaflóastríðinu af stað.

Stjórnarfar í Kúveit er þingbundin konungsstjórn með lýðræðislega kjörið þjóðþing. Landið situr hátt á listum yfir borgararéttindi, fjölmiðlafrelsi og sjálfstæði dómstóla. Landið er algjörlega háð olíuútflutningi í efnahagslegu tilliti en síðustu ár hefur stjórnin reynt að renna stoðum undir fjölbreyttara atvinnulíf.

LandstjóraumdæmiBreyta

Kúveit skiptist í sex landstjóraumdæmi. Hvert umdæmi skiptist svo í fimm kjördæmi.

 
Landstjóraumdæmi Fjöldi kúveiskra ríkisborgara
Hawalli-umdæmi 213.025
Al Asimah-umdæmia (höfuðborg) 232.727
Al Farwaniyah-umdæmi 224.535
Al Jahra-umdæmib 167.404
Al Ahmadi-umdæmi 262.178
Mubarak Al-Kabeer-umdæmi 142.374
Alls 1.242.499
Heimild: 2013 Population Census – The Public Authority for Civil Information Statistical Reports
 
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
   Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.