Fáni Lettlands var notaður af Lettlandi frá því ríkið fékk sjálfstæði 1918 þar til Sovétríkin lögðu landið undir sig árið 1940 og aftur rétt áður en landið endurheimti sjálfstæði sitt árið 1990. Fáninn er rauður með hvítri láréttri rönd í miðju. Til eru heimildir um notkun slíks fána í Líflensku rímkrónikunni þar sem talað er um orrustu árið 1279. Höfundur núverandi fána er myndlistarmaðurinn Ansis Cīrulis sem stakk upp á honum árið 1917. Hann var formlega tekinn upp með þingtilskipun árið 1921.

Fáni Lettlands

Á Sovéttímanum var notkun þessa fána bönnuð með lögum. Fáni sovétlýðveldisins Lettlands var rauður með hamar og sigð í vinstra horni efst og bláum öldum neðst. Fáni Lettlands var aftur tekinn upp af lettneska þinginu 27. febrúar árið 1990, rúmu ári áður en sjálfstæði landsins var endurheimt að fullu.

Hæð á móti lengd er 1:2.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.