1993
ár
(Endurbeint frá Febrúar 1993)
Árið 1993 (MCMXCIII í rómverskum tölum) var 93. ár 20. aldar sem hófst á föstudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu.
Árþúsund: | 2. árþúsundið |
---|---|
Aldir: | |
Áratugir: | |
Ár: |
Atburðir
breytaJanúar
breyta- 1. janúar - Tékkóslóvakía skiptist í tvö ríki, Tékkland og Slóvakíu.
- 1. janúar - Evrópska fréttaþjónustan Euronews hóf starfsemi.
- 1. janúar - Evrópska efnahagssvæðið tók gildi.
- 2. janúar - Borgarastyrjöldin í Srí Lanka: Her Srí Lanka drap 35-100 almenna borgara við Jaffnalón í Jaffnaumdæmi.
- 3. janúar - Þriðja Star Trek-þáttaröðin, Star Trek: Deep Space Nine, hóf göngu sína.
- 5. janúar - Olíuflutningaskipið Braer strandaði við Hjaltlandseyjar.
- 6. janúar - Bombeyuppþotin hófust í Mumbai á Indlandi vegna niðurrifs Babri Masjid.
- 8. janúar - Braer-stormurinn gekk yfir Norður-Atlantshaf. Olíuflutningaskipið Braer brotnaði í tvennt og yfir 80.000 tonn af olíu láku út í sjó.
- 11. janúar - 910-920 millibara lægð gekk norður með Austurlandi. Þetta var dýpsta lægð sem vitað var um yfir Norður-Atlantshafi.
- 11. janúar - Barentsráðið var stofnað með Kirkenes-yfirlýsingunni.
- 12. janúar - Aðild Íslands að Evrópska Efnahagssvæðinu, EES, var samþykkt á Alþingi eftir 100 klukkustunda umræður.
- 13. janúar - Samningurinn um Evrópskt efnahagssvæði (EES) var staðfestur á Alþingi.
- 14. janúar - Pólska ferjan MS Jan Heweliusz sökk við eyjuna Rügen í Eystrasalti. 54 fórust.
- 14. janúar - Forsætisráðherra Danmerkur Poul Schlüter sagði af sér í kjölfar Tamílamálsins.
- 15. janúar - Mafíuforinginn Salvatore Riina var handtekinn í Palermó á Sikiley.
- 16. janúar - Pietro Pacciani var handtekinn, grunaður um að vera skrímslið í Flórens.
- 19. janúar - Samningur um efnavopn var undirritaður.
- 20. janúar - Bill Clinton tók við af George H. W. Bush sem forseti Bandaríkjanna.
- 25. janúar - Sósíaldemókratinn Poul Nyrup Rasmussen varð forsætisráðherra Danmerkur.
- 26. janúar - Václav Havel var kosinn fyrsti forseti Tékklands.
Febrúar
breyta- 1. febrúar - Evrópusambandið hóf aðildarviðræður við Svíþjóð, Finnland og Austurríki.
- 4. febrúar - Rosemarie Köhn varð fyrsti kvenkyns biskup Noregs.
- 5. febrúar - Belgía varð sambandsríki.
- 10. febrúar - Mani pulite: Claudio Martelli sagði af sér embætti dómsmálaráðherra í kjölfar hneykslismála.
- 11. febrúar - Janet Reno var skipuð ríkissaksóknari Bandaríkjanna.
- 12. febrúar - Tveggja ára dreng, James Bulger, var rænt úr verslunarmiðstöð af tveimur 10 ára drengjum sem síðar pyntuðu hann og myrtu.
- 17. febrúar - 1215 af 1500 farþegum fórust þegar ferja sökk við Haítí.
- 18. febrúar - Marita Petersen varð fyrsti kvenkyns forsætisráðherra Færeyja.
- 21. febrúar - Ítalski blaðamaðurinn Achille Lollo var handtekinn í Rio de Janeiro vegna þátttöku sinnar í eldsvoðanum í Primavalle.
- 22. febrúar - Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun um stofnun alþjóðlegs stríðsglæpadómstóls vegna átakanna í fyrrum Júgóslavíu.
- 26. febrúar - Bílasprengja sprakk undir World Trade Center í New York-borg.
- 27. febrúar - Gamanþátturinn Limbó í leikstjórn Óskars Jónassonar var frumsýndur á RÚV.
- 28. febrúar - Bandarísk yfirvöld réðust inn á búgarð í Waco, Texas til að handtaka David Koresh. Fjórir opinberir starfsmenn og sex fylgismenn Koresh dóu í átökunum sem fylgdu. 51 dags langt umsátur um búgarðinn hófst.
Mars
breyta- 1. mars - Samkeppnisstofnun tók til starfa og tók við hlutverki Verðlagsstofnunar.
- 2. mars - Nick Leeson var handtekinn fyrir sinn þátt í því ad kollsetja Barings-bankann.
- 3. mars - Stofnfundur Flatar, samtaka stærðfræðikennara á Íslandi, var haldinn.
- 4. mars - Ökumaður bílsins sem sprakk undir World Trade Center, Mohammed A. Salameh, var handtekinn af Bandarísku alríkislögreglunni.
- 5. mars - Bylgjan og Stöð 2 söfnuðu um 55 milljónum króna í landssöfnun til styrktar krabbameinssjúkum börnum.
- 5. mars - Palair flug 305 til Zürich hrapaði skömmu eftir flugtak í Skopje með þeim afleiðingum að 83 af 97 farþegum fórust.
- 12. mars - 257 létust í sprengjuárásum í Mumbai á Indlandi.
- 12. mars - Stjórnvöld í Norður-Kóreu tilkynntu að landið drægi sig út úr Samningnum um að dreifa ekki kjarnavopnum.
- 17. mars - Verkamannaflokkur Kúrdistan tilkynnti einhliða vopnahlé í Írak.
- 20. mars - Tvö börn létust þegar sprengja Írska lýðveldishersins sprakk í Warrington í Bretlandi.
- 22. mars - Intel setti fyrsta Pentium-örgjörvann á markað.
- 27. mars - Jiang Zemin tók við sem forseti Kína.
- 29. mars - Édouard Balladur varð forsætisráðherra Frakklands.
Apríl
breyta- Apríl - Viðskiptabanni á Suður-Afríku var aflétt á Íslandi.
- Apríl - Íslenska hljómsveitin Maus var stofnuð.
- 6. apríl - Kjarnorkuslys varð þegar tankur sprakk í Tomsk-7 endurvinnslustöðinni í Seversk í Rússlandi.
- 10. apríl - Suðurafríski baráttumaðurinn Chris Hani var myrtur.
- 11. apríl - Hjallakirkja var vígð í Kópavogi.
- 16. apríl - Srebrenica í Bosníu var lýst „öryggissvæði Sameinuðu þjóðanna“.
- 16. apríl - Ahmići-blóðbaðið átti sér stað þegar yfir hundrað Bosníumúslima voru myrtir af Bosníukróötum í Lašva-dal.
- 19. apríl - Umsátrinu í Waco, Texas, lauk þegar eldur braust út og David Koresh lést ásamt 75 fylgismönnum.
- 21. apríl - Hæstiréttur í La Paz dæmdi Luis Garcia Meza, fyrrum einræðisherra Bólivíu, í 30 ára fangelsi fyrir morð, þjófnað, svik og stjórnarskrárbrot.
- 23. apríl - Stærstur hluti bátasafns Þjóðminjasafns Íslands brann í skemmu við Vesturvör í Kópavogi.
- 23. apríl - Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin lýsti því yfir að berklar væru orðnir að heimsvá.
- 23. apríl - Yfirgnæfandi meirihluti íbúa Erítreu samþykkti sjálfstæði frá Eþíópíu í þjóðaratkvæðagreiðslu.
- 24. apríl - Einn lést þegar stór bílasprengja á vegum IRA sprakk í Bishopsgate í London.
- 27. apríl - Allir liðsmenn karlalandsliðs Sambíu í knattspyrnu fórust þegar flugvél þeirra hrapaði við Libreville í Gabon á leið til Dakar.
- 28. apríl - Alþingi Íslands samþykkti aukaaðild landsins að Vestur-Evrópusambandinu.
- 28. apríl - Carlo Azeglio Ciampi varð fyrsti forsætisráðherra Ítalíu sem ekki átti sæti á þingi.
- 30. apríl - Alþingi samþykkti fyrstu stjórnsýslulög á Íslandi þar sem kveðið var á um meginreglur opinberrar stjórnsýslu. Meðal þess sem var lögfest voru jafnræðisreglan og andmælaréttur við meðferð opinberra mála.
- 30. apríl - Tennisstjarnan Monica Seles var stungin í bakið af aðdáanda Steffi Graf í keppni í Hamborg.
- 30. apríl - Hópur fólks mótmælti fyrrum forsætisráðherra Ítalíu, Bettino Craxi, með því að henda í hann smápeningum þegar hann kom út af hóteli í Róm.
- 30. apríl - CERN lýsti því yfir að Veraldarvefurinn skyldi vera aðgengilegur öllum án endurgjalds.
Maí
breyta- 1. maí - Ranasinghe Premadasa, forseti Srí Lanka, var myrtur af sjálfsmorðssprengjumanni úr röðum Tamíltígra.
- 2. maí - Fyrsti þátturinn í íslensku sjónvarpsþáttaröðinni Þjóð í hlekkjum hugarfarsins var sýndur á RÚV.
- 4. maí - UNOSOM II tók við friðargæslu í Sómalíu af UNITAF.
- 9. maí - Juan Carlos Wasmosy varð fyrsti lýðræðislega kjörni forseti Paragvæ í 40 ár.
- 10. maí - Eldur kom upp í Kader-leikfangaverksmiðjunni skammt utan við Bangkok í Taílandi. 188 starfsmenn, mestmegnis ungar konur, létu lífið og a.m.k. 500 særðust.
- 15. maí - Niamh Kavanagh sigraði Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fyrir Írland með laginu „In Your Eyes“. Framlag Íslands var lagið „Þá veistu svarið“.
- 16. maí - Fyrstu kosningar til Samaþingsins í Svíþjóð fóru fram.
- 18. maí - Danir samþykktu Edinborgarsamþykktina og þar með Maastricht-sáttmálann með fjórum fyrirvörum.
- 22. maí - Fyrsta tölublað samíska dagblaðsins Min Áigi kom út í Karasjok í Noregi.
- 24. maí - Erítrea hlaut fullt sjálfstæði frá Eþíópíu.
- 25. maí - Alþjóðlegi stríðsglæpadómstóllinn fyrir fyrrverandi Júgóslavíu tók til starfa í Haag.
- 27. maí - Fimm létust og þrjú málverk eyðilögðust þegar sprengja á vegum mafíunnar sprakk við Uffizi-safnið í Flórens.
- 28. maí - Kvikmyndin Super Mario Bros. var frumsýnd.
- 29. maí - Fimm létust og 14 slösuðust þegar nýnasistar lögðu eld að húsi fjölskyldu af tyrkneskum uppruna í Solingen í Þýskalandi.
Júní
breyta- 1. júní - Fjölmenn mótmæli gegn stjórn Slobodan Milošević hófust í Belgrad. Stjórnarandstöðuleiðtoginn Vuk Drašković var handtekinn.
- 1. júní - Forseti Gvatemala, Jorge Serrano Elías, neyddist til að flýja land eftir misheppnaða valdaránstilraun.
- 5. júní - 24 pakistanskir hermenn úr friðargæsluliði Sameinuðu þjóðanna í Sómalíu voru drepnir í Mógadisjú.
- 6. júní - Mongólía hélt sínar fyrstu beinu forsetakosningar.
- 6. júní - Gonzalo Sánchez de Lozada varð forseti Bólivíu.
- 9. júní - Bandaríska kvikmyndin Júragarðurinn var frumsýnd.
- 10. júní - Steinboginn yfir Ófærufoss í Eldgjá, sem lengi hefur gert garðinn frægan, var fallinn þegar ferðamannahópur kom að honum. Allt virtist í lagi með hann tveimur vikum áður.
- 14. júní - Breyting á ríkisstjórn Íslands: Jóni Sigurðssyni og Eiði Guðnasyni var veitt lausn frá ráðherraembættum sínum og í stað þeirra tóku við Guðmundur Árni Stefánsson og Össur Skarphéðinsson, einnig var Sighvatur Björgvinsson fluttur til í embætti.
- 15. júní - Mikligarður, verslunarmiðstöð við Holtagarða, varð gjaldþrota.
- 22. júní - Nýi flokkurinn Sakigake klauf sig frá Frjálslyndum demókrötum í Japan.
- 23. júní - Lorena Bobbitt skar liminn af eiginmanni sínum, John Wayne Bobbitt, í Manassas í Virginíu.
- 23. júní - Ólympíusafnið var opnað í Lausanne í Sviss.
- 24. júní - Tölvunarfræðingurinn David Gelernter særðist þegar sprengja frá Unabomber sprakk í Yale-háskóla.
- 24. júní - Breski stærðfræðingurinn Andrew Wiles kynnti lausn sína á síðustu setningu Fermats.
- 25. júní - Kim Campbell varð fyrsti kvenkyns forsætisráðherra Kanada.
- 27. júní - Bill Clinton fyrirskipaði eldflaugaárásir á Írak í hefndarskyni fyrir tilraun írösku leyniþjónustunnar til að drepa George H. W. Bush í Kúveit í apríl.
- 27. júní - Lögreglumenn úr GSG 9 handtóku Birgit Hogefeld og drápu Wolfgang Grams úr Rote Armee Fraktion.
- 30. júní - Heydər Əliyev varð forseti Aserbaídjan eftir valdarán.
Júlí
breyta- 1. júlí - Louise Sylwander varð fyrsti umborðsmaður barna í Svíþjóð.
- 2. júlí - 37 létust þegar múgur heittrúaðra múslima lögðu eld að hóteli þar sem þýðandi Söngva Satans, Aziz Nesin, dvaldi í Sivas í Tyrklandi.
- 2. júlí - 266 fórust þegar fljótandi kapella í Bulacan á Filippseyjum sökk.
- 10. júlí - Yfir 2000 fórust þegar mikil monsúnregn gengu yfir Bangladess, Nepal og Indland.
- 11. júlí - Plata Bjarkar Guðmundsdóttur, Debut, fór beint í þriðja sæti breska vinsældalistans er hún kom út, en Björk varð með þessu fyrst íslenskra listamanna til að komast inn á topp tíu.
- 11. júlí - Hersveitir Bosníuserba undir stjórn Ratko Mladić, hertóku Srebrenica. Fall Srebrenica var notað til að réttlæta hernaðaríhlutun í Bosníu.
- 12. júlí - Jarðskjálfti varð við japönsku eyjuna Hokkaidō og olli flóðbylgju sem reið yfir eyjuna Okushiri þar sem yfir 200 fórust.
- 16. júlí - Fyrsta útgáfa Linuxútgáfunnar Slackware kom út.
- 19. júlí - Bill Clinton kynnti stefnu sína varðandi samkynhneigða í Bandaríkjaher undir yfirskriftinni „ekki spyrja, ekki segja frá“.
- 23. júlí - Blóðbaðið í Candelária: Lögregla drap átta götubörn í Rio de Janeiro.
- 26. júlí - Miguel Indurain sigraði Tour de France-hjólreiðakeppnina.
- 26. júlí - Stjórn Kristilega demókrataflokksins á Ítalíu ákvað að leysa flokkinn upp.
- 27. júlí - Fyrsta útgáfa Windows NT kom út.
- 27. júlí - Blóðbaðið í Via Palestro: 5 létust og 12 slösuðust þegar bílasprengja á vegum sikileysku mafíunnar sprakk í Róm.
- 30. júlí - Bæjarhátíðin Neistaflug var haldin í fyrsta sinn í Neskaupstað.
Ágúst
breyta- 4. ágúst - Alríkisdómari dæmdi tvo lögreglumenn frá Los Angeles í 30 mánaða fangelsi fyrir ad brjóta á réttindum Rodney King.
- 5. ágúst - Sagt var frá fundi Tel Dan-töflunnar sem var fyrsta efnislega vísbendingin um ætt Davíðs.
- 8. ágúst - Veikur sjómaður var sóttur um borð í franskt rannsóknarskip norðaustur af Íslandi og fóru þyrlur og Herkúlesflugvél frá varnarliðinu þennan 1100 mílna leiðangur, sem er lengsti björgunarleiðangur, sem farinn hefur verið frá Íslandi.
- 9. ágúst - Albert 2. Belgíukonungur tók við embætti.
- 12. ágúst - Fyrsti íslenski togarinn hélt til veiða á alþjóðlegu hafsvæði í Barentshafi, svokallaðri Smugu.
- 13. ágúst - Yfir 130 létust þegar hótel hrundi í Nakhon Ratchasima í Taílandi.
- 16. ágúst - Linuxútgáfan Debian kom út í fyrsta sinn.
- 17. ágúst - Almenningi var í fyrsta sinn hleypt inn í Buckingham-höll í London.
- 18. ágúst - Kapellbrücke, viðarbrú frá 14. öld í Luzern í Sviss, eyðilagðist í eldi.
- 19. ágúst - Veiðar íslenskra togara hófust í Smugunni svonefndu, sem er hafsvæði á milli fiskveiðilögsagna Noregs og Rússlands. Áður höfðu Færeyingar veitt þar undir hentifána.
- 19. ágúst - Shimon Peres, utanríkisráðherra Ísraels, kom í opinbera heimsókn til Íslands.
- 20. ágúst - Oslóarsamkomulagið var undirritað milli PLO og Ísraels.
- 21. ágúst - NASA missti sambandið við könnunarfarið Mars Observer þremur dögum áður en það átti að fara á braut um Mars.
- 22. ágúst - Kristján Helgason varð heimsmeistari í snóker í flokki 21 árs og yngri á móti, sem haldið var í Reykjavík. Hann var þá aðeins nítján ára gamall.
- 28. ágúst - Ong Teng Cheong varð fyrsti forseti Singapúr sem kosinn var í almennum kosningum.
- 28. ágúst - Bandaríska sjónvarpsþáttaröðin Mighty Morphin Power Rangers hóf göngu sína á Fox Kids.
- 29. ágúst - Listasafnið á Akureyri tók til starfa.
- 30. ágúst - Late Show með David Letterman hóf göngu sína á CBS.
September
breyta- 8. september - PLO viðurkenndi Ísrael.
- 9. september - Ísrael viðurkenndi PLO sem fulltrúa palestínumanna.
- 13. september - Oslóarsamkomulagið var formlega undirritað í Washington D.C. af Yasser Arafat og Yitzhak Rabin.
- 15. september - Kaþólski presturinn Pino Puglisi var myrtur í Palermó vegna baráttu sinnar gegn sikileysku mafíunni.
- 16. september - Bandaríska sjónvarpsþáttaröðin Frasier hóf göngu sína á NBC.
- 22. september - 47 létust þegar járnbrautarbrú hrundi undan Amtraklest í Alabama.
- 23. september - Nýr flugvöllur var tekinn í notkun á Egilsstöðum. Flugbrautin er 2000 metra löng og kostaði völlurinn 790 milljónir króna.
- 24. september - Samtök iðnaðarins voru stofnuð í Reykjavík og tóku þau við af sex félögum í iðnaði.
- 26. september - Fyrstu Biosphere 2-tilrauninni lauk.
- 26. september - Fyrsta portúgalska gervihnettinum, PoSAT-1, var komið á braut um jörðu.
- 27. september - Blóðbaðið í Sukumi hófst þegar borgin féll í hendur abkasískra aðskilnaðarsinna.
- 30. september - Nær 10.000 manns fórust þegar jarðskjálfti reið yfir Maharashtra á Indlandi.
Október
breyta- 3. október - Orrustan um Mógadisjú (1993): Þúsund Sómalir og 18 bandarískir hermenn létust þegar Bandaríkjamenn reyndu að handsama tvo foringja stríðsherranns Mohamed Farrah Aidid.
- 4. október - Stjórnarskrárkreppan í Rússlandi náði hámarki þegar rússneskir hermenn rýmdu Hvíta húsið í Moskvu með valdi.
- 11. október - Norski útgefandinn William Nygaard yngri var skotinn fyrir utan heimili sitt.
- 20. október - 292 fórust þegar suðurkóresku ferjunni Seohae hvolfdi við eyjuna Pusan.
- 21. október - Borgarastyrjöldin í Búrúndí hófst þegar Melchior Ndadaye var myrtur.
- 23. október - Tíu létust, þar af tvö börn, í Shankill Road-sprengingunni sem IRA stóð fyrir í Belfast.
- 29. október - Íslenska kvikmyndin Hin helgu vé var frumsýnd.
- 30. október - Greysteel-blóðbaðið: Þrír meðlimir Ulster Defence Association skutu á fólk á bar í Greysteel á Norður-Írlandi. 8 létust og 13 særðust.
Nóvember
breyta- Nóvember - Útvarpsstöðin X-ið hóf útsendingar.
- 1. nóvember - Maastrichtsáttmálinn tók gildi og þar með varð Evrópusambandið formlega til.
- 2. nóvember - Rudy Giuliani var kjörinn borgarstjóri New York-borgar.
- 5. nóvember - Fjöldi fólks beið án árangurs eftir því að geimverur myndu lenda við Snæfellsjökul klukkan 21:07, en þeim þóknaðist ekki að láta sjá sig.
- 8. nóvember - Þjófar gerðu gat í þak Moderna museet í Stokkhólmi og stálu verkum eftir Pablo Picasso og Braque að andvirði 500 milljóna sænskra króna.
- 9. nóvember - Bosníukróatar eyðilögðu gömlu brúna í Mostar, Stari Most, með skothríð úr skriðdrekum.
- 11. nóvember - Borgarastyrjöldin á Srí Lanka: Hundruð srílanskra hermanna létust í orrustunni um Pooneryn.
- 12. nóvember - Lundúnasamningur um varnir gegn mengun hafsins vegna losunar úrgangsefna og annarra efna í það gerði losun kjarnorkuúrgangs í sjó ólöglega.
- 15. nóvember - Í Kasakstan var nýr gjaldmiðill, tenga, tekinn upp í staðinn fyrir rúblur.
- 16. nóvember - Gvæjana var 60. ríkið sem undirritaði hafréttarsamning Sameinuðu þjóðanna. Þar með voru öll skilyrði fyrir staðfestingu hans uppfyllt.
- 17.-22. nóvember - Fríverslunarsamningur Norður-Ameríku var samþykktur af þingum Kanada, Bandaríkjanna og Mexíkó.
- 18. nóvember - Írska drengjahljómsveitin Boyzone var stofnuð.
- 18. nóvember - Fyrsti leiðtogafundurinn í Efnahagssamstarfi Asíu- og Kyrrahafsríkjanna fór fram í Seattle.
- 20. nóvember - Greidd voru atkvæði um sameiningu sveitarfélaga á Íslandi. Tillögur voru um fækkun þeirra úr 196 í 43. Af 32 tillögum var aðeins ein samþykkt.
- 21. nóvember - Endurvarp hófst frá nokkrum erlendum sjónvarpsstöðvum í samvinnu við Stöð 2 undir heitinu Fjölvarp.
- 24. nóvember - Tveir ellefu ára drengir voru dæmdir fyrir morðið á hinum tveggja ára gamla James Bulger í Liverpool í Bretlandi.
- 25. nóvember - Messósópransöngkonan Teresa Berganza kom fram á tónleikum með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Háskólabíói.
- 26. nóvember - Skilaboðaskjóðan, leikrit eftir Þorvald Þorsteinsson, var frumsýnd í Þjóðleikhúsinu og var í gagnrýni Morgunblaðsins nefnd „fullkomið listaverk“.
Desember
breyta- 2. desember - Pablo Escobar var skotinn til bana í Medellin.
- 2. desember - Pehr G. Gyllenhammar, framkvæmdastjóri Volvo, sagði af sér eftir að hluthafar höfnuðu sameiningu við Renault.
- 2. desember - STS-61: Sjö geimfarar fóru á geimskutlunni Endeavor til að gera við Hubble-sjónaukann.
- 6. desember - Debetkort voru tekin í notkun á Íslandi.
- 10. desember - Tölvuleikurinn Doom kom á markað.
- 10. desember - Drammens Teater í Drammen í Noregi eyðilagðist í bruna.
- 11. desember - Ýmsir munir úr geimferðaáætlun Sovétríkjanna voru seldir á uppboði hjá Sotheby's í New York.
- 11. desember - Eduardo Frei Ruiz-Tagle var kjörinn forseti Chile.
- 12. desember - Ný stjórnarskrá Rússlands var samþykkt af rússneska þinginu.
- 12. desember - Frjálslyndi demókrataflokkurinn undir formennsku Vladimírs Sírinovskíjs fékk mest fylgi allra flokka í þingkosningum í Rússlandi.
- 15. desember - Bandaríska kvikmyndin Listi Schindlers var frumsýnd.
- 23. desember - Stærsti vinningur í sögu Lottósins fram að því var greiddur út til sjö manna fjölskyldu á Seltjarnarnesi og var fjárhæðin 61,9 milljónir króna.
- 29. desember - Samningur Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni tók gildi.
- 30. desember - Vatíkanið og Ísrael tóku upp stjórnmálasamband.
Ódagsettir atburðir
breyta- Forritunarmálið Brainfuck leit dagsins ljós.
- Forritunarmálið Lua var búið til.
- Gosverksmiðjan Gosan (áður gosdrykkjaversmiðja Sanitas) var seld til Rússlands. Björgólfur Guðmundsson, Björgólfur Thor Björgólfsson og Magnús Þorsteinsson héldu þangað til að aðstoða við uppsetningu hennar.
- Lokið var við byggingu skýjakljúfsins Westend Tower í Frankfurt.
- Leifar skála frá landnámsöld fundust við fornleifauppgröft í Aðalstræti í Reykjavík.
- Íslenska hljómsveitin Vinir vors og blóma var stofnuð.
- Barentsráðið var stofnað.
- Íslenska hljómsveitin Hljómsveitin XIII var stofnuð.
- Finnska hljómsveitin Children of Bodom var stofnuð.
- PDF-skráarsniðið var búið til.
- Ítalska hljómsveitin Scisma var stofnuð.
- ISNET93-viðmiðunarkerfið var tekið upp af Landmælingum Íslands.
- Íslenska hljómsveitin 200.000 naglbítar var stofnuð.
Fædd
breyta- 12. febrúar - Ingólfur Sigurðsson, íslenskur knattspyrnumaður.
- 28. febrúar - Emmelie de Forest, dönsk söngkona.
- 21. mars - María Ólafsdóttir, íslensk söngkona.
- 10. maí - Spencer Fox, bandarískur leikari.
- 13. maí - Romelu Lukaku, belgískur knattspyrnumaður.
- 26. júlí - Taylor Momsen, bandarísk leikkona.
- 27. júlí - Jordan Spieth, bandarískur golfari.
- 28. júlí - Harry Kane, enskur knattspyrnumaður.
- 23. ágúst - Geir Guðmundsson, íslenskur handknattleiksmaður.
- 26. ágúst - Keke Palmer, bandarísk söngkona.
- 29. október - Michael Kittrell, bandarískur leikari.
Dáin
breyta- 6. janúar - Dizzy Gillespie, bandarískur jazztrompetleikari (f. 1917).
- 10. janúar - Ingimar Eydal (f. 1936), íslenskur tónlistarmaður.
- 16. janúar - Jón Páll Sigmarsson, íslenskur aflraunamaður (f. 1960).
- 20. janúar - Audrey Hepburn, bresk leikkona (f. 1929).
- 22. janúar - Óskar Bertels Magnússon, íslenskur listamaður (f. 1915).
- 22. janúar - Kōbō Abe, japanskt skáld (f. 1924).
- 3. febrúar - Einar Olgeirsson, íslenskur stjórnmálamaður (f. 1902).
- 7. febrúar - Nic Broca, belgískur teiknari (f. 1932).
- 20. febrúar - Ferruccio Lamborghini, ítalskur bílaframleiðandi (f. 1916).
- 24. febrúar - Bobby Moore, enskur knattspyrnumaður (f. 1941).
- 27. febrúar - Lillian Gish, bandarísk leikkona (f. 1893).
- 30. mars - Richard Diebenkorn, bandarískur myndlistarmaður (f. 1922).
- 31. mars - Brandon Lee, bandarískur leikari (f. 1965).
- 30. apríl - Mario Evaristo, argentínskur knattspyrnumaður (f. 1908).
- 19. júní - William Golding, breskur rithöfundur (f. 1911).
- 30. júlí - Tryggvi Emilsson, íslenskur rithöfundur (f. 1902).
- 31. júlí - Baldvin 1. Belgíukonungur (f. 1930).
- 11. ágúst - Eysteinn Jónsson, íslenskur stjórnmálamaður (f. 1906).
- 20. september - Erich Hartmann, þýskur flugmaður (f. 1922).
- 31. október - Federico Fellini, ítalskur leikstjóri (f. 1920).
- 31. október - River Phoenix, bandariskur leikari (f. 1970).
- 1. nóvember - Severo Ochoa, spænskur og bandarískur lífefnafræðingur og nóbelsverðlaunahafi (f. 1905).
- 6. nóvember - Joseph Serchuk, pólskur gyðingur (f. 1919).
- 2. desember - Pablo Escobar, kólumbískur eiturlyfjabarón (f. 1949).
- 4. desember - Frank Zappa, bandarískur tónlistarmaður (f. 1940).
- 16. desember - Guðlaugur Pálsson, kaupmaður á Eyrarbakka, 97 ára.
- 24. desember - Sveinbjörn Beinteinsson, íslenskt skáld og allsherjargoði (f. 1924).
- 31. desember - Zviad Gamsakhurdia, forseti Georgíu (f. 1939).