Samkeppniseftirlitið

(Endurbeint frá Samkeppnisstofnun)

Samkeppniseftirlitið (áður Samkeppnisstofnun) er íslensk ríkisstofnun sem starfar sem eftirlitsstofnun eftir lögum um samkeppni og heyrir undir viðskipta- og efnahagsráðuneyti Íslands. Nánar tiltekið er tilgangur þess „að vinna gegn óhæfilegum hindrunum og takmörkunum á frelsi í atvinnurekstri, vinna gegn skaðlegri fákeppni og samkeppnishömlum og auðvelda aðgang nýrra keppinauta að markaðnum.“[1] Samkeppniseftirlitið sér sérstaklega um að framfylgja greinar 53 og 54 í samningnum um Evrópska efnahagssvæðið sem Ísland er aðili að. Samkeppniseftirlitið fylgist með opinberum aðilum sem einkafyrirtækjum og félagasamtökum.

Meðal þekktra mála sem stofnunin hefur tekið fyrir má nefna samráð olíufélaganna.

Samkeppnislög voru upprunalega sett árið 1993 og þá var Samkeppnisstofnun stofnuð.[2] Þessu fyrirkomulagi var breytt með setningu nýrra samkeppnislaga árið 2005 þar sem hluta af verkefnum Samkeppnisstofnunar voru færð yfir til Neytendastofu.[3] Samkeppniseftirlitið tók til starfa 1. júlí 2005 og var Samkeppnisstofnun þá lögð niður.

Tilvísanir

breyta

Tenglar

breyta