Rudy Giuliani

Bandarískur lögfræðingur og stjórnmálamaður

Rudolph William Louis „Rudy“ Giuliani (f. 28. maí 1944) er bandarískur stjórnmálamaður, fæddur í Brooklyn í New York fylki. Hann gegndi stöðu borgarstjóra New York borgar á árunum 1994-2001. Hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001 voru gerðar undir lok borgarstjóratíðar Giuliani og hann varð mjög kunnur og vinsæll fyrir viðbrögð sín við árásunum.

Rudy Giuliani
Giuliani árið 2006.
Borgarstjóri New York
Í embætti
1. janúar 1994 – 31. desember 2001
ForveriDavid Dinkins
EftirmaðurMichael Bloomberg
Persónulegar upplýsingar
Fæddur28. maí 1944 (1944-05-28) (80 ára)
New York-borg, New York, Bandaríkjunum
ÞjóðerniBandarískur
StjórnmálaflokkurRepúblikanaflokkurinn (1980–)

Óháður (1975–1980)

Demókrataflokkurinn (fyrir 1975)
MakiRegina Peruggi (g. 1968; sk. 1982)
Donna Hanover (g. 1984; sk. 2002)
Judith Nathan (g. 2003; sk. 2019)
Börn2
HáskóliHáskólinn á Manhattan
New York-háskóli
StarfLögfræðingur, stjórnmálamaður
Undirskrift

Giuliani sóttist eftir tilnefningu repúblikana í forsetakosningunum árið 2008 en hætti eftir slakt gengi í forkosningunum í Flórída. Hann gaf í kjölfarið þá yfirlýsingu að hann myndi styðja John McCain.

Frá árinu 2018 hefur Giuliani unnið sem lögfræðingur fyrir Donald Trump Bandaríkjaforseta.[1] Giuliani lék lykilhlutverk í tilraunum Trumps til að hnekkja niðurstöðum forsetakosninganna 2020, þar sem Trump tapaði endurkjöri fyrir Joe Biden. Meðal annars ávarpaði Giuliani stuðningsmenn Trumps í aðdraganda árásar þeirra á Bandaríkjaþing þann 6. janúar 2021, og sagði þeim að deilur þeirra um kosninganiðurstöðurnar yrðu aðeins leystar með „bardagaréttarhöldum“ (e. „trial by combat“).[2][3]

Giuliani var sviptur lögmannsréttindum í New York-fylki í júní 2021 fyrir að ljúga að dómstólum í málssóknum sínum til að fá kosningarnar 2020 dæmdar ógildar.[4]

Tilvísanir

breyta
  1. „Giuli­ani til starfa fyr­ir Trump“. mbl.is. 20. apríl 2018. Sótt 24. október 2020.
  2. Samúel Karl Ólason (7. janúar 2021). „„Munið þennan dag að eilífu". Vísir. Sótt 30. maí 2021.
  3. „Did Rudy Giuliani Call for 'Trial by Combat' Before Trump Mob Broke Into Capitol?“. Snopes.com (bandarísk enska). Sótt 15. desember 2021.
  4. Þorvaldur S. Helgason (24. júní 2021). „Gi­ul­i­an­i svipt­ur lög­manns­rétt­ind­um“. Fréttablaðið. Sótt 29. júní 2021.


Fyrirrennari:
David Dinkins
Borgarstjóri New York
(1. janúar 199431. desember 2001)
Eftirmaður:
Michael Bloomberg


   Þessi æviágripsgrein sem tengist stjórnmálum og Bandaríkjunum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.