Volvo
AB Volvo er sænskt stórfyrirtæki, sem þekktast er fyrir framleiðslu fólksbíla, vörubíla og strætisvagna, stofnað 1926. Hluti samsteypunnar, Volvo Aero, framleiðir þotuhreyfla fyrir sænska flugherinn og hluta í eldflaugahreyfla Ariane 5 geimflauganna. Höfuðstöðvarnar eru í Gautaborg í Svíþjóð.
